Five Minutes of Heaven
2009
(Requiem)
Fannst ekki á veitum á Íslandi
To face the future, they must face the past.
89 MÍNEnska
75% Critics 62
/100 Hin sannsögulega Five Minutes of Heaven með Liam Neeson og James Nesbitt í aðalhlutverkum hefst í Lurgan á Norður-Írlandi árið 1975. Þá er Írski lýðveldisherinn á sínu herskáasta skeiði og hikar ekki við að fremja hryðjuverk nánast daglega eða myrða óvini sína gefist tækifæri á slíku. Hinn 17 ára Alistair Little er leiðtogi lítils hóps í herskáum... Lesa meira
Hin sannsögulega Five Minutes of Heaven með Liam Neeson og James Nesbitt í aðalhlutverkum hefst í Lurgan á Norður-Írlandi árið 1975. Þá er Írski lýðveldisherinn á sínu herskáasta skeiði og hikar ekki við að fremja hryðjuverk nánast daglega eða myrða óvini sína gefist tækifæri á slíku. Hinn 17 ára Alistair Little er leiðtogi lítils hóps í herskáum samtökum andstæðinga Lýðveldishersins, sem kallast Ulster Volunteer Force. Hann og gengið eru fengnir til að myrða ungan kaþólikka, James Griffin að nafni. Þeir gera það, en Joe, litli bróðir James, verður vitni að verknaðinum og Little er handtekinn og dæmdur í 12 ára fangelsi. Heilum 33 árum seinna hefur ástandið í landinu breyst mikið og á til merkis um það að fá Alistair og Joe saman í sjónvarpsþátt til að sættast, en Joe hefur ekki enn fyrirgefið Alistair morðið á bróður sínum...... minna