Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Invasion 2007

(Invasion of the Body Snatchers)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. október 2007

Do not trust anyone. Do not show emotion. Do not fall asleep.

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 20% Critics
The Movies database einkunn 45
/100

Á leið heim til Jarðar þá springur geimskutla og brotin úr henni færa vírus utan úr geimum til Jarðar, sem endurforritar mennskt erfðaefni. Í Washington er sálfræðingurinn Carol Benner að rannsaka breytingar á hegðun eins af sjúklingum sinna, en síðan gerist það sama hjá eiginmanni hennar og breiðist svo hratt út. Hún og samstarfsmenn hennar, Dr. Ben Driscoll... Lesa meira

Á leið heim til Jarðar þá springur geimskutla og brotin úr henni færa vírus utan úr geimum til Jarðar, sem endurforritar mennskt erfðaefni. Í Washington er sálfræðingurinn Carol Benner að rannsaka breytingar á hegðun eins af sjúklingum sinna, en síðan gerist það sama hjá eiginmanni hennar og breiðist svo hratt út. Hún og samstarfsmenn hennar, Dr. Ben Driscoll og Dr. Stephen Galeano komast að því að vírusinn ræðst á menn á meðan þeir eru sofandi, og sonur hennar Ollie, sem var með hlaupabólu þegar hann var yngri, er ónæmur fyrir sjúkdómnum og gæti bjargað mannkyni frá útrýmingu.... minna

Aðalleikarar

Innrás líkamshrifsaranna
Virkilega góð mynd sem greinir frá pödduvefjum utan úr geimnum sem tekur yfir huga fólks og breiðist út um allan heim með smiti. Carol Bennett(Nicole Kidman) er geðlæknir sem berst fyrir lífi sínu og ónæms sonar síns. The Invasion er lítil mynd en mjög skemmtileg. Nicole Kidman stendur sig frábærlega eins og alltaf enda alveg mögnuð leikkona en Daniel Craig sem leikur kærasta hennar er hins vegar talsvert verri og finnst mér að þeir hefðu átt að finna einhvern annan í hlutverkið. Myndin er hröð og þynnist aldrei og endar líka mjög skemmtilega. Myndatakan er reyndar ekkert spes þannig að myndin verður ekki svöl og stílísk er hún því miður alls ekki en fyrir utan það er mjög fátt að setja út á þessa mynd The Invasion. Hún er alls ekki klisjukennd þó að grunnugmyndin sem er byggð á frægri skáldsögu hafi verið kvikmynduð nokkrum sinnum í gegnum tíðina. The Invasion sleppur alveg hiklaust með þrjár stjörnur eða 8/10 í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn