Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Revolutionary Road 2008

Justwatch

Frumsýnd: 23. janúar 2009

How do you break free without breaking apart?

119 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 67% Critics
The Movies database einkunn 69
/100

Myndin gerist árið 1955 og segir frá vonum og draumum hjónanna Frank og April Wheeler. Þau búa í úthverfi í borg í Connecticut-fylki, en telja sig frábrugðin nágrönnum sínum í Revolutionary Hill Estates. April er upprennandi leikkona sem þráir ekkert frekar en að flytja til Parísar og uppfylla drauma sína þar, á meðan Frank vinnur hjá stórfyrirtæki og... Lesa meira

Myndin gerist árið 1955 og segir frá vonum og draumum hjónanna Frank og April Wheeler. Þau búa í úthverfi í borg í Connecticut-fylki, en telja sig frábrugðin nágrönnum sínum í Revolutionary Hill Estates. April er upprennandi leikkona sem þráir ekkert frekar en að flytja til Parísar og uppfylla drauma sína þar, á meðan Frank vinnur hjá stórfyrirtæki og leitar í flöskuna vegna þess að hann kemst ekkert áfram innan þess. Brátt er Frank farinn að halda við konu sem hann vinnur með og virðist hjónaband þeirra April smám saman vera að liðast í sundur vegna biturra rifrilda og afbrýðisemi á víxl og baráttu þeirra fyrir langþráðu frelsi sínu.... minna

Aðalleikarar


Þessi tími árs er alveg einstakur, þar til á næsta ári þ.e.a.s...uh. Það flæðir yfir mann gæða myndir hægri vinstri. Bara ef þetta væri svona allt árið. Sumarið er reyndar alltaf skemmtilegt líka. Við getum hlakkað til að sjá Watchmen, Star Trek, Harry Potter 6, Wolverine, Terminator 4 og Up. Þar til þá er drama season. Ef þið mættum velja bara annað tímabilið, hvort mynduð þið velja, drama eða blockbuster?

Annars á ég víst að vera að tala um Revolutionary Road. Myndin er gerð eftir skáldsögu Richard Yates og fjallar mikið um hvernig fólk “á” að lifa lífi sínu. Þetta eru kannski margar hverjar augljósar spurningar en skipta samt alltaf máli. Hvað er velgengni? Á fólk að sætta sig við meðalmennsku? Og svo framvegis. Fólk lendir í því að eignast barn og vera allt í einu komið í þennan fræga PAKKA. Ég kannast allavega við það. Pakkinn á ekki við alla og sumum finnst þeir vera í einhverskonar þjóðfélagslegu fangelsi þar sem fólk þarf af að kaupa húsnæði, bíl og svo framvegis. Fyrst og fremst af þessum ástæðum fannst mér myndin áhugaverð. Leonardo DiCaprio og Kate Winslet sýna okkur hvað hefði gerst ef Titanic hefði ekki sokkið. Góð mynd sem fær mann til að hugsa.

Spoiler.
Ragnhildi fannst þetta ganga of langt, fannst þau lifa í fantasíuveröld og sjálfsblekkingu og að alvöru vandamálið væri samband þeirra, ekki umhverfið. Ég er ekki alveg sammála þessu þó svo að það sé örugglega mikið til í þessu. Mér fannst það vera þessi hversdagsleiki sem var að slíta þau í sundur og ég held að þau hefðu alveg átt möguleika í t.d. París. Persóna DeCaprio átti erfitt með að slíta sig frá þessu örugga umhverfi en Winslet var einfaldlega ekki þannig manneskja og gat ekki hugsað sér það til lengdar. Kannski er ég bara of bjartsýnn, en á fólk bara að sætta sig við það að hafa það ágætt eða á það að elta hamingjuna?...Æ, ég veit það ekki. Kannski var þetta óleysanlegt vandamál hjá þeim.

Þetta er annars það sem myndir eiga að gera, þ.e. vekja viðbrögð, spyrja spurninga og fá mann til að tengja þær við sitt eigið líf. Revolutionary Road tókst það. Mér fannst þessi mynd vera góð þó hún sé ekki gallalaus. Hvar voru t.d. börnin í öllu þessu??

Af hverju er þetta poster alveg eins og plakatið í The Reader?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jack og Rose rífast í tvo tíma
Það þekkja allir ástarsöguna af fátæklingnum Jack og yfirstéttargellunni Rose. Alveg sama hvað viðkomandi fannst um Titanic, þá mynduðu þau Leo DiCaprio og Kate Winslet klárlega eitthvert eftirminnilegasta skjápar kvikmyndasögunnar (enda sáu ALLIR þessa mynd). Mér fannst fyrirfram eitthvað hálf brútal við að setja þessa tvo sömu leikara í akkúrat þessa mynd. Venjulega tengdum við þetta par við ástfangið fólk sem hittist á röngum stað á röngum tíma, en burtséð frá því þá hélt maður svolítið upp á þau. Góðar minningar, ekki satt? Núna eru þau aftur snúin sem par nema í þetta sinn eru þau svo mikið í hárinu á hvoru öðru að maður er ekki frá því að annar aðilinn slátri hinum óhugnanlega áður en lokatextinn rúllar.

Revolutionary Road lítur út eins og gleymd Hallmark-sjónvarpsmynd við fyrstu sýn, en hver sem mun berja þessa mynd augum getur heldur betur séð að það er svo miklu meira á bakvið myndina en mætti halda í fyrstu. Það þarf ekki annað en að sjá sýnishornin til að sjá að hún er gríðarlega vel leikin. Burtséð frá því er myndin bara svo brjálæðislega sterk að nærri öllu leyti. Myndin er heldur ekki að mjólka út þvinguðu melódrama. Handritið er vandað og vekur mann til umhugsunar um þær "grímur" sem maður setur upp fyrir framan aðra. Það sýnir einnig hvernig sumir geta virkað fullkomlega eðlilegir eina stundina, en verið bældir eða snargeðveikir innan um lokaða veggi heimilisins hina stundina. Myndin spyr þá spurningu hvort það sé heilbrigt að láta sig dreyma og vera hvatvís eða hvort maður eigi bara að sætta sig við raunsæjar aðstæður.

Myndin spannar tvo tíma en rennur hjá á dúndur hraða. Hún er reyndar tiltölulega hæg í keyrslu en heldur manni föstum við skjáinn allan tímann. Myndin verður smátt og smátt meira spennandi þegar lengra líður á hana, og þá á ótrúlega lævísan hátt. Framhaldið er gjörsamlega ófyrirsjáanlegt. Dramað er ávallt í góðum höndum leikstjórans Sam Mendes, sem gerir myndina meira óþægilega (á góðan hátt) heldur en melódramatíska. En það kemur svosem ekki á óvart að Mendes hafi forðast það svona vel að gera myndina að algjörri vælu. Honum tókst frábærlega að byggja upp spennu milli fólks í American Beauty einungis með áköfum leik. Hér gerir hann svipað, nema bara meira af því og e.t.v. mun kröftugra.

Ég kemst ekki yfir það hversu góð þau Winslet og DiCaprio eru. Leo er ótrúlega góður, en Winslet er frábær! Hlutverk hennar er að vísu kröfuharðara. Þau hafa bæði vaxið sem leikarar síðan þau mynduðu greddumóðuna í bílnum í Titanic, og að fylgjast með þeim er upplifun í sjálfu sér. Eins og ég gaf í skyn þá rífast þau mjög mikið í myndinni (sennilega svona 50% af heildarlengdinni), en það er líka stór partur af því sem þessi mynd hefur að segja. Engu að síður eru þessar rifrildissenur svo sjúklega raunverulegar. Það tekur nánast á taugarnar að horfa á þær og oftar en ekki vill maður frekar líta undan. Einnig spilar handritið skemmtilega með mann út alla myndina varðandi persónur þeirra. Þú telur þig t.d. vita að annar aðilinn sé "góða manneskjan" í dágóðan tíma, en síðan er mottan dregin undan þér og áður en þú veist af eru aðstæðurnar gerólíkar og allt í einu ertu farinn að halda með hinum aðilanum. Ég á enn eftir að sjá Hallmark-sjónvarpsmynd sem skapar svo nett áhrif á mann.

Aukaleikarar myndarinnar eru einnig hörkugóðir, þótt flestir falli í skugga parsins. Dylan Baker gerir t.d. merkilega mikið með óminnisstætt aukahlutverk, Kathy Bates feilar aldrei og Michael Shannon stelur öllum sínum atriðum sem geðveiki nágranninn, sem gæti hugsanlega verið heilbrigðasta manneskjan í myndinni.

Þegar myndin var búin kom það mér mikið á óvart hversu lagaskipt hún reyndist vera. Hún skilur þónokkrar spurningar eftir sig, ekki bara í tengslum við söguna, heldur sambönd yfir höfuð. Kvikmyndatakan (í umsjón snillingsins Roger Deakins - sem hefur m.a. myndað flestar myndir Coen bræðra) fangar einnig fullkomlega þetta eymdarlega líf allra, og gerir fallegu úthverfin að furðulega dauðum og leiðinlegum stað.

Það er ferlega erfitt að finna dauðan punkt við þessa mynd. Myndin er samt mjög þung, þannig að ef þið vonist eftir broslegu áhorfi, þá fáið þið nokkurn veginn andstæðuna við það. Ef þið gerið ykkur samt grein fyrir því hvað þessi mynd er að gera, þá ættuð þið að sjá það að myndin slær varla feilnótu og gerir nánast allt sem hægt er að ætlast til af henni.

8/10 - Ég dreg af henni heilt númer fyrir örlítið kraftlausan endi. Ekki misskilja samt, hann svínvirkaði og skilaði sér í takt við myndina. Ég bara átti von á meira höggi í magann. Samt djöfulli nálægt því að fá níuna. Ef ég sleppi að pæla í einkuninni, þá nægir það að segja að hér er pottþétt ein af betri myndum ársins 2008.

Eitt neyðist ég samt til að kommenta á, og það er hversu skelfilega stuttar kynlífssenurnar í myndinni voru. Ekkert að því svosem nema hvað að þær eru látnar spilast út í heilum tökum án þess að það sé klippt inn í þær, og endast svo ekki lengur en í kannski 30 sekúndur. Frekar lélegt úthald hjá karlmönnunum í myndinni, verð ég að segja...

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

14.10.2013

Jurassic World fær Iron Man 3 leikara

Deadline greinir frá því að hinn 12 ára gamli leikari Ty Simpkins, sem lék síðast í Iron Man 3, hafi verið ráðinn til að leika aðalhlutverkið í næstu Jurassic Park mynd, Jurassic World, í leikstjórn Colin Trevorrow.  Jurassic Worl...

12.01.2012

Wall-E tónskáld semur Bond tónlist

Í fyrsta sinn síðan að Tomorrow Never Dies kom út árið 1997, mun einhver annar en David Arnold sjá um tónlistina í mynd um James Bond. Eins og kunnugt er vinnur nú leikstjórinn Sam Mendes hörðum höndum að myndinni Skyfal...

11.04.2011

Michael Shannon mun mæta Superman

Nú hefur komið í ljós hver muni gera Superman lífið leitt í væntanlegri mynd um kappann, en það verður Michael Shannon sem fer með hlutverk ofurskúrksins Zod. Shannon hlaut Óskarstilnefningu fyrir hlutverk sitt í kvikmyn...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn