Shadow of the Holy Book
2007
(Pyhän kirjan varjo)
Fannst ekki á veitum á Íslandi
90 MÍNEnska
Leikstjórinn Arto Halonen og vinur hans, blaðamaðurinn Kevin Frazier, rannsaka samband nokkurra stórfyrirtækja við einræðisríkið Túrkmenistan. Fyrrverandi leiðtogi Túrkmenistans, Saparmýrat Níasov (sem kallaði sig Túrkmenbasí), skrifaði áróðursbókina Ruhnama (Bók andans) og gerði hana að skyldulesefni í öllum skólum landsins. Nú er þessi bók einskonar... Lesa meira
Leikstjórinn Arto Halonen og vinur hans, blaðamaðurinn Kevin Frazier, rannsaka samband nokkurra stórfyrirtækja við einræðisríkið Túrkmenistan. Fyrrverandi leiðtogi Túrkmenistans, Saparmýrat Níasov (sem kallaði sig Túrkmenbasí), skrifaði áróðursbókina Ruhnama (Bók andans) og gerði hana að skyldulesefni í öllum skólum landsins. Nú er þessi bók einskonar biblía Túrkmena. Ýmis stórfyrirtæki hafa látið þýða bókina yfir á heimatungu sína, þótt takmarkaður áhugi hafi reynst fyrir ritinu utan Túrkmenistans, og skapa sér þar með tækifæri til viðskipta í Túrkmenistan. ... minna