Náðu í appið
Öllum leyfð

Nixon: Director's Cut 1995

"He had greatness within his grasp"

212 MÍNEnska

Pólitísk kvikmynd sem fjallar um æviskeið bandaríkjaforseta Richard Nixon og Watergate hneykslið.

Aðalleikarar

Löng, erfið en vel þess virði...
Director's cuttið af Nixon sem er 30 mínútum lengri en upprunalega þriggja klukkutíma útgáfan er mjög sérstök kvikmyndaupplifun. Sem pólitískur kvikmyndagerðamaður þá er Oliver Stone án efa sá beittasti ef ekki hugmyndaríkasti leikstjórinn þá allavega á tímabilinu milli 1986 þar til Nixon var gerð árið 1995. Til þess að horfa á Nixon og meta hana almennilega þá er nauðsynlegt að vita eitthvað um söguna sem myndin fjallar um, ekki bara um æviskeið Nixon heldur einnig um forsetatímabilið hans og um Watergate hneykslið. Myndin er full af sannsögulegum persónum, nöfnum, stöðum og atvikum og fyrir þá sem vita ekkert um þetta efni eiga eftir að sjá frekar ruglingslega mynd. Uppbyggingin fer ekki eftir venjulegri tímalínu sem gerir það ennþá erfiðara fyrir áhorfandann þá sérstaklega yngri áhorfendur eins og ég sem fæddust vel eftir atburðina sem áttu sér stað í myndinni. Hinsvegar, fyrir þá sem kunna eitthvað á efnið og geta sett allt söguefnið í samhengi, þeir munu fá drullugóða kvikmynd. (Það tók mig langan tíma og þó nokkur áhorf). Kvikmyndagerðin sjálf er frábær, myndatakan og klippingin eins og í flestum Oliver Stone myndum á hans gullnu árum (1986-1995) er býsna fullkomin. Leikararnir eru allir með toppframmistöður og þá er það Anthony Hopkins sem trompar alla með Nixon, hann er kannski ekki líkur honum en hann nær Nixon betur en allir aðrir leikarar sem ég hef séð reynt að leika hann. Joan Allen, James Woods og Paul Sorvino ná einnig að sýna eftirminnanleg hlutverk. Nixon er ekki 100% sannsöguleg, eins og sagt er í blábyrjun myndarinnar þá er oft skáldað eða giskað í eyðurnar því enginn lifandi í dag veit allt sem gerðist. Oliver Stone er ekki hræddur við að seta sínar eigin kenningar í sögulegar kvikmyndir sama hve furðulegar þær gætu verið, sama gerði hann í JFK en á meðan þú veist hvar hann er að giska og skálda þá geturu ákveðið fyrir sjálfan þig hvort þú vilt trúa því eða ekki. Hvort sem er þá er það stórmerkilegt að horfa á það því þetta eru jafngóðar kenningar og hver aðrar. Nixon hefur verið frekar hataður forseti í bandaríkjasögunni, en Stone sýnir flóknu hliðar hans, þær góðu, þær slæmu og þær dulúðarfullu og Hopkins leikur hann samkvæmt því. Ef þú hefur ekki áhuga á pólitískum myndum eða tímabilinu milli 1960-1975 þá er þetta ekki mynd fyrir þig, en fyrir mig er þetta stórmerkileg kvikmynd sem gefur frá sér eitthvað nýtt eftir hvert einasta áhorf. Líkt og laukur þá hefur hún mörg lög eða víddir af upplýsingum sem tengjast eins og flókinn vefur ekki bara í kvikmyndinni heldur gegnum það sem telst núna hluti af mannkynssögunni. Ég gæti verið að hypa þetta aðeins með svona fögruðum bullorðum en myndin á skilið smá hrós þar sem hún er að mínu mati frekar vanmetin og gleymd þessa dagana. Það er stutt í að W. næsta mynd Oliver Stone kemur út um Bush núverandi Bandaríkjaforseta, hvort hún verði jafnmerkileg eða beitt og Nixon það veit ég ekki, en það kemur bara í ljós...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn