Aðalleikarar
Leikstjórn
Það er í raun fátt hægt að segja um þessa mynd. Hún er fullkomin að mínu mati. Þetta er sennilega einhver albesta saga sem ég hef séð á hvíta tjaldinu.
Frábær saga um mann Col. Ludlow (Anthony Hopkins) fyrrverandi herforingi í Norður heri Bandaríkjanna á enda 19 aldar eftir að hann hætti settist hann að og byggði sér hús fyrir sig, konu hans og þrjá syni Alfred (Aidan Quinn), Tristan (Brad Pitt) og Samuel (Henry Thomas) . Alfred var elstur og Samuel yngstur en Tristan var uppáhald föður hans. Samuel trúlofast Breskri konu Susanna Finncannon (Julia Ormond) en þegar bræðurnir þrír fara í stríðið (WWI) þá deyr Samuel. Þannig er grunnsöguþráður Legends of the Fall sem hefur úrvalsleikara og fínt handrit. Anthony Hopkins er með over the top leik líka Pitt, Quinn og Thomas en Ormond er ekki á uppleið það get ég sagt þér. Myndin var tilnefnd til margra óskarsverðlauna en vann eitt fyrir bestu kvikmyndatöku hans John Toll´s.
Þetta er fínasta mynd að mörgu leiti. Það er óhætt að segja að hún er mjög fjölbreytt. Hún er allt í senn drama, spenna og vasaklútamynd. Leikur er á háu plani í flestum tilfellum, Hopkins gamli með gamla góða takta og Pitt pottþéttur. Þetta er mynd sem öll fjölskyldan getur horft á saman og haft af hina bestu skemmtun...
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Jim Harrison, Susan Shilliday, Laird Hamilton
Kostaði
$30.000.000
Tekjur
$160.638.883
Aldur USA:
R
- Alfred: I followed all of the rules! Man's and God's. And you - you followed none of them. And they all loved you more.