Náðu í appið
Bönnuð innan 18 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Philadelphia 1993

Fannst ekki á veitum á Íslandi

No one would take on his case... until one man was willing to take on the system.

125 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 81% Critics
The Movies database einkunn 66
/100
Hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta leikara í aðalhlutverki (Tom Hanks) og besta lag, Philadelphia með Bruce Springsteen, , var einnig tilnefnd fyrir bestu förðun, bestu tónlist og besta handrit

Andrew Beckett, samkynhneigður lögfræðingur sem er smitaður af alnæmi, AIDS, er rekinn frá íhaldssamri lögmannsstofu sem hann vinnur hjá, af ótta við að aðrir á stofunni gætu smitast af sjúkdómnum. Eftir að Andrew er rekinn, þá fær hann í lið með sér hommahræddan lögfræðing, Joe Miller, og fer í mál við stofuna. Í réttarsalnum, þá sér Miller... Lesa meira

Andrew Beckett, samkynhneigður lögfræðingur sem er smitaður af alnæmi, AIDS, er rekinn frá íhaldssamri lögmannsstofu sem hann vinnur hjá, af ótta við að aðrir á stofunni gætu smitast af sjúkdómnum. Eftir að Andrew er rekinn, þá fær hann í lið með sér hommahræddan lögfræðing, Joe Miller, og fer í mál við stofuna. Í réttarsalnum, þá sér Miller að Beckett er ekkert frábrugðinn öðrum mönnum, læknast af hommahræðslunni, og hjálpar Beckett með málið þar til sjúkdómurinn ágerist. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þetta er ein af þeim myndum sem maður pælir í eftir að maður horfir á hana. Mér fanst þessi mynd alger snilld en ef maður verður að vera í þannig skapi til að horfa á hana.. ss. ekki að vera í skapi fyrir hasar og setja svo þessa í tækið... en mjög góð mynd!! :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Í myndinni Philadelphia leikur Tom Hanks samkynhneigðan lögfræðing að nafni Andrew Becket, sem uppgötvar að hann er með alnæmi. Yfirmenn hans á lögfræðistofu sem hann vinnur hjá reka hann og gefa upp þá ástæðu að hann hafi verið rekinn vegna afglapa í starfi. Becket ákveður að fara í mál gegn yfirmönnum sínum og fær lögfræðinginn Joe Miller Denzel Washington til að hjálpa sér. Stór hluti myndarinnar gerist inni í réttarsalnum og að lokum eru yfirmennirnir dæmdir til að greiða Becket skaðabætur. Í lok myndarinnar deyr Becket af völdum Alnæmisins. Mér fannst leikarar í myndinni yfirleitt standa sig vel, einkum þó Tom Hanks, en söguþráður myndarinnar höfðar einhvern veginn ekki til mín. Í myndinni er, að mínu mati, allt of mikið af langdregnum atriðum þar sem maður missir athyglina. Þessi mynd væri neðst á listanum yfir myndir með Tom Hanks sem ég myndi mæla með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hér leikur Tom Hanks alveg stórkostlega samkynhneigða lögmanninn Andrew Beckett. Denzel Washington er líka mjög góður í myndinni. Þetta er vel gerð mynd og alveg hiklaust hægt að mæla með henni þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Umhugsunarverð og virkilega vel gerð mynd um lögfræðinginn Andrew Beckett sem er í góðri stöðu á virtri lögfræðistofu er honum er umsvifalaust sagt upp starfinu. Honum er sagt að hann hafi ekki staðið sig sem skyldi, en Andrew veit sem er að rétta ástæðan er að hann er alnæmismitaður. Hann er staðráðinn í því að halda reisn sinni og áliti og að lokum tekst honum að fá lítt þekktan lögmann, blökkumanninn Joe Miller til að fara með mál sitt gegn fyrrum vinnuveitendum sínum. Joe, sem þekkir fordóma samfélagsins af eigin raun úr uppvextinum sökum litarafts síns, verður nú að yfirvinna eigin fordóma. Þessir tveir gerólíku menn hefja nú sögulega baráttu gegn fáfræði og hleypidómum. Annar berst fyrir orðstýr sínum og mannlegri reisn á meðan hinn berst líka gegn eigin ótta og fordómum. Báðir berjast þeir fyrir réttlætinu. Tom Hanks fékk óskarsverðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki 1993 fyrir túlkun sína á lögfræðingnum Andrew Beckett. Hann á stórleik í hlutverkinu og vinnur tvímælalaust einn af sínum stærstu leiksigrum. Denzel Washington á líka stórleik í hlutverki Joe Miller, lögmannsins sem ver Beckett í málaferlunum. Auk þess fara óskarsverðlaunaleikararnir Joanne Woodward, Jason Robards og Mary Steenburgen á kostum í hlutverkum sínum. Og ekki má gleyma titillaginu "Streets of Philadelphia" sem Bruce Springsteen samdi og söng og hlaut óskarinn fyrir. Semsagt úrvalsmynd sem er ein af þeim myndum sem senda hrein og sönn skilaboð með látlausum hætti. Ég gef Philadelphia þrjár og hálfa stjörnu og mæli alveg hreint eindregið með henni. Hún er umhugsunarverð og situr lengi eftir í huga manns.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn