Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Stórskemmtilegur vestri frá Lawrence Kasdan segir frá nokkrum mönnum(Kline, Costner, Glenn og Glover) sem halda til bæjarins Silverado, hver með sína ástæðu fyrir því og leggja þar til atlögu við spilltan landeiganda og lögreglustjóra. Tekur sig ekkert of hátíðleg og er fyrsta flokk afþreying, sérstaklega er Costner skemmtilegur og Kline og Glenn þrusugóðir ásamt því að John Cleese bregður fyrir sem harðskeyttum lögreglustjóra. Tónlist Bruce Broughtons er einnig mjög góð og kvikmyndatakn líka.
Alltílæ kábojmynd, hálfpartinn af gamla skólanum, en þó ekki.
Vekur athygli að hinn gersamlega ófyndni Kevin Kostner er svona einskonar comedy sidekick hér og ferst agætlega úr hendi.
Ágæt fyrir vestraáhugafólk, en ekkert meir.