Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Rescue Dawn 2006

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 7. nóvember 2008

Sönn saga um ótrúlega baráttu manns fyrir frelsi sínu

126 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
The Movies database einkunn 77
/100

Dieter Dengler (Christian Bale) átti sér þann draum að fljúga orrustuflugvél síðan hann var barn í stríðshráðu Þýskalandi, og átti sá draumur stóran þátt í ákvörðun hans að verða orrustuflugmaður bandaríska hersins þegar fjölskylda hans fluttist vestur yfir hafið. Í fyrstu ferð hans fyrir herinn þá er flugvél hans skotin niður yfir Laos í suðaustur-Asíu.... Lesa meira

Dieter Dengler (Christian Bale) átti sér þann draum að fljúga orrustuflugvél síðan hann var barn í stríðshráðu Þýskalandi, og átti sá draumur stóran þátt í ákvörðun hans að verða orrustuflugmaður bandaríska hersins þegar fjölskylda hans fluttist vestur yfir hafið. Í fyrstu ferð hans fyrir herinn þá er flugvél hans skotin niður yfir Laos í suðaustur-Asíu. Þar er hann hnepptur í ánauð af asískum skæruliðum, en þrátt fyrir að hann átti sig á alvarleika kringumstæðanna þá neitar hann að þóknast þeim á nokkurn hátt. Hann er brátt fluttur í litlar fangabúðir og hittir þar fyrir hermenn sem eru í misjöfnu andlegu ástandi. Dengler ætlar sér þó ekki að hanga lengi í herbúðunum og fer strax að undirbúa flótta sinn og meðfanga sinna, og hefst þá ein ótrúlegasta flóttasaga allra tíma, en myndin er gerð eftir sönnum atburðum.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þessi mynd var gerð árið 2006 en kom í bíó bara núna nýlega, ekki spyrja mig af hverju. Myndin er byggð á sönnum atburðum úr Vietnam stríðini. Bandarískur herflugmaður (hét í alvöru Dieter Dengler) leikinn af Christan Bale var skotinn niður og settur í POW fangabúðir Viet Kong. Deiter hittir þar fleiri fanga og fer að skipuleggja flótta. Myndin er áhugaverð og minnir mig ekki á neina sérstaka Vietnam mynd. Það er magnað að hugsa til þess hvað margir hafa þurft að ganga í gegnum í þessu stríði, kreppan okkar fölnar í samanburði. Bale er gæðastimpill sem klikkar næstum aldrei og þetta er engin undantekning. Mæli með þessari.

Christan Bale er þekktur fyrir það að þyngja sig og létta fyrir hlutverk. Hann létti sig um 55 pund fyrir þessa mynd. Hann var 120 pund í The Machinist og þyngdi sig upp í 220 pund fyrir Batman Begins. Það getur ekki verið hollt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

þessi mynd kom mér á óvart uuu c. bale var geðveikur í myndinni. 4 af 5 í einkunn
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bale með stjörnuleik
Hermaður hrapar flugvélinni í Vietnam stríðinu og er fljótt handsamaður. Myndin er fyrst og fremst saga um lífsbaráttu Christians Bale þegar hann lendir í fangelsi með öðrum skrítnum föngum sem hafa verið þarna lengur en hann. Umgjörð myndarinnar er með ágætum, en ég varð þó fyrir nokkrum vonbrigðum með áhrifaleysi hinna leikaranna í myndinni. Persónurnar eru engan vegin að ná að koma sínu á leiðarenda. Myndin nær að byggja upp voðalega lítið, ekki spennu eða áhuga minn að minnsta kosti. Umgjörðin er þó með ágætum, myndataka og náttúran flott, en það er ekki eins og það skipti miklu máli í svona mynd. Eini ljósi punkturinn er flottur leikur Christian Bale.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

31.12.2013

Christian Bale og kílóin

Nýjasta kvikmynd Christian Bale, American Hustle, fer í kvikmyndahús á Íslandi í janúar. Kvikmyndin skartar einnig Amy Adams, Jennifer Lawrence og Bradley Cooper. Bale er þekktur fyrir að aðlaga líkama sinn að hlutverkum sí...

02.03.2011

Matt Damon talar um örlög - hafnaði Avatar

Stórleikarinn Matt Damon vinnur nú hörðum höndum að kynna nýjust mynd sína, spenutryllinn The Adjustment Bureau. Myndin fjallar um mann sem berst gegn örlögunum fyrir ástina, en í nýlegu viðtali við vefsíðuna Worst...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn