Þessi mynd var gerð árið 2006 en kom í bíó bara núna nýlega, ekki spyrja mig af hverju. Myndin er byggð á sönnum atburðum úr Vietnam stríðini. Bandarískur herflugmaður (hét í alvöru Dieter Dengler) leikinn af Christan Bale var skotinn niður og settur í POW fangabúðir Viet Kong. Deiter hittir þar fleiri fanga og fer að skipuleggja flótta. Myndin er áhugaverð og minnir mig ekki á neina sérstaka Vietnam mynd. Það er magnað að hugsa til þess hvað margir hafa þurft að ganga í gegnum í þessu stríði, kreppan okkar fölnar í samanburði. Bale er gæðastimpill sem klikkar næstum aldrei og þetta er engin undantekning. Mæli með þessari.
Christan Bale er þekktur fyrir það að þyngja sig og létta fyrir hlutverk. Hann létti sig um 55 pund fyrir þessa mynd. Hann var 120 pund í The Machinist og þyngdi sig upp í 220 pund fyrir Batman Begins. Það getur ekki verið hollt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei