Queen of the Desert
2015
Konan sem breytti heiminum
128 MÍNEnska
18% Critics 39
/100 Gertrude Bell fæddist í júlí árið 1868 og þráði það frá unga aldri að sleppa frá – að því er henni fannst – drepleiðinlegu hástéttarlífinu í Oxford og ferðast um heiminn. Hún hleypti svo heimdraganum 24 ára að aldri, fór til Persíu og ferðaðist síðan á næstu árum um öll Austurlönd fjær þar sem hún heillaðist af mannlífinu og menningu... Lesa meira
Gertrude Bell fæddist í júlí árið 1868 og þráði það frá unga aldri að sleppa frá – að því er henni fannst – drepleiðinlegu hástéttarlífinu í Oxford og ferðast um heiminn. Hún hleypti svo heimdraganum 24 ára að aldri, fór til Persíu og ferðaðist síðan á næstu árum um öll Austurlönd fjær þar sem hún heillaðist af mannlífinu og menningu þjóðarbrotanna sem þar bjuggu. Smám saman varð hún sérfræðingur í málefnum þessa heimshluta, fékk hlutverk og völd bresks sendiherra og átti m.a. stóran þátt í stofnun Íraks- og Jórdaníuríkis. Í Queen of the Desert er farið yfir líf Gertrude allt frá því að hún yfirgaf Bretland í fyrsta sinn, en barátta hennar fyrir sjálfstæði, bæði sínu og annarra, kostaði hana ýmsar fórnir ...... minna