Shadow of Doubt
1998
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 8. maí 1998
103 MÍNEnska
Kitt Deveraux er mikils metinn en umdeildur lögfræðingur í Los Angeles, en hún hefur getið sér gott orð fyrir að verja sakborninga í morðmálum sem fengið hafa mikla fjölmiðlaumfjöllun. Þegar skjólstæðingur hennar sem ákærður er fyrir nauðgun er sýknaður á vafasömum forsendum ákveður hún hins vegar að snúa sér að öruggari málum með því að... Lesa meira
Kitt Deveraux er mikils metinn en umdeildur lögfræðingur í Los Angeles, en hún hefur getið sér gott orð fyrir að verja sakborninga í morðmálum sem fengið hafa mikla fjölmiðlaumfjöllun. Þegar skjólstæðingur hennar sem ákærður er fyrir nauðgun er sýknaður á vafasömum forsendum ákveður hún hins vegar að snúa sér að öruggari málum með því að verja hvítflibbabófa. Hún gerir þó undantekningu á þessu þegar hún er fengin til að verja rapparann Bobby Medina sem ákærður er fyrir að hafa á hroðalegan hátt myrt dóttur vellauðugs manns sem látið hefur góðgerðarmál til sín taka. Hún er sannfærð um að Medina sé saklaus og einbeitir sér af öllum mætti að vörn hans. Sækjandinn í málinu er fyrrverandi elskhugi hennar, saksóknarinn Jack Campioni, en hann hyggur á pólitískan frama og gerir allt sem hann getur til að fá hinn ákærða dæmdan sekan og skiptir fyrrum ástarsamband hans og Kitt engu máli í því sambandi. Hún leitar allra leiða til að sanna sakleysi skjólstæðings síns og nýtur við það aðstoðar Als Gordons, en fljótlega stendur hún frammi fyrir tveimur óvæntum ógnunum. Annars vegar er um að ræða Laird Atkins, þann sem hún hafði áður varið í nauðgunarmálinu, og hins vegar er um að ræða Sylviu Saxon, höfuð einnar ríkustu og áhrifamestu ættarinnar í Los Angeles, en sonur hennar, öldungadeildarþingmaðurinn Paul Saxon, stefnir að því að verða tilnefndur sem forsetaefni. Fljótlega kemst Kitt að því að til þess að fletta ofan af sannleikanum um morðið á dóttur auðkýfingsins verður hún að taka áhættu sem ekki aðeins snertir feril hennar sem lögfræðings heldur líf hennar sjálfrar, og henni verður það ljóst að kynlíf, morð og pólitík getur verið banvæn blanda.... minna