The Gingerbread Man
1998
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 5. júní 1998
114 MÍNEnska
60% Critics 65
/100 The Gingerbread Man gerist í borginni Savannah í suðurríkjum Bandaríkjanna og þar lendir dugmikill lögmaður að nafni Rick Magruder í einnar nætur ævintýri með fagurri gengilbeinu, Mallory Doss, með ófyrirséðum afleiðingum. Hann flækist í einkalíf hennar og kemst að því að hún er lögð í einelti af föður sínum, Dixon Doss, sem er öfgafullur bókstafstrúarmaður.... Lesa meira
The Gingerbread Man gerist í borginni Savannah í suðurríkjum Bandaríkjanna og þar lendir dugmikill lögmaður að nafni Rick Magruder í einnar nætur ævintýri með fagurri gengilbeinu, Mallory Doss, með ófyrirséðum afleiðingum. Hann flækist í einkalíf hennar og kemst að því að hún er lögð í einelti af föður sínum, Dixon Doss, sem er öfgafullur bókstafstrúarmaður. Skyndilega verður Magruder það ljóst að hann er staddur í miðri hringiðu lífshættulegra atvika og í bakgrunninum vofir yfir hætta af völdum hvirfilbyls sem er að sækja í sig veðrið. Þrátt fyrir viðvaranir félaga síns í lögfræðingastétt heillast Magruder æ meir af fegurð Mallory og varnarleysi hennar. Hann gerir þau grundvallarmistök að láta loka föður hennar inni á stofnun til geðrannsóknar, og þegar Doss tekst að flýja þaðan er Magruder skyndilega kominn á flótta til þess að bjarga börnum sínum undan ofsóknum hins snarbilaða Doss. Breytist líf Magruders því skyndilega í martröð örvæntingar og óreiðu þar sem það að komast af er eina markmiðið. Þrátt fyrir örvæntingarfullar tilraunir Magruders til að bjarga börnum sínum er þeim rænt og verður hann því að elta Doss uppi til að bjarga þeim. Lögreglan er ófús til að veita liðsinni sitt þar sem hún hefur horn í síðu lögmannsins, og ræður hann sér því til aðstoðar drykkfelldan rannsóknarmann, Clyde Pell. Eftir nokkrar flóknar ráðagerðir tekur lífsmunstur Magruders smátt og smátt að sundrast og hann fer að skilja hina raunverulegu sögu á bak við athafnir og fyrirætlanir mannræningjans og hann gerir sér ljóst að ekkert er eins og það virðist vera á yfirborðinu. Ráðgátan skýrist svo í baráttu upp á líf og dauða milli mannanna tveggja á sömu stundu og hvirfilbylurinn nálgast óðfluga með eyðileggingarmátt sinn. ... minna