Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Frábær morð-ráðgáta
Gosford Park er ein af þessum sérstaklega vönduðum og úthugsuðu morð ráðgátu kvikmyndum. Hún var tilnefnd til fjölda verðaluna og vann m.a. óskarsverðlaun fyrir besta handrit.
Sagan segir frá hópi fólks sem tengist og eyðir fríi í sveitahúsi í Englandi. Þau hittast til að fara á veiðar en fljótlega breytist það þegar einn í hópnum er myrtur og þá kemur spurningin who dunnit?
Myndin er mjög skemmtileg og áhugaverð, hún nær að halda ákveðnum anda allan tímann og er ekki lengi að líða. Maður getur horft á hana pælandi mikið í morðgátuni en hún er í raun og veru aukaatriði.
Tónlistin er mjög góð og er stjörnuleikurinn frábær, Maggie Smith stendur þá upp úr. Ég var mikið að velta fyrir mér hlutverki Ryan Philipe sem skoskur bryti en ástæða þess að hann leikur hann kemur seinna fram.
Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um að þessi mynd hafi unnið besta frumsamda handrit fram yfir Memento, Amélie og The Royal Tenenbaums, 2001 var auðvitað frábært kvikmyndaár, ég mæli eindregið með þessari vönduðu og léttu ráðgátu sérstaklega fyrir áhugamenn ráðgátumynda.
Gosford Park er ein af þessum sérstaklega vönduðum og úthugsuðu morð ráðgátu kvikmyndum. Hún var tilnefnd til fjölda verðaluna og vann m.a. óskarsverðlaun fyrir besta handrit.
Sagan segir frá hópi fólks sem tengist og eyðir fríi í sveitahúsi í Englandi. Þau hittast til að fara á veiðar en fljótlega breytist það þegar einn í hópnum er myrtur og þá kemur spurningin who dunnit?
Myndin er mjög skemmtileg og áhugaverð, hún nær að halda ákveðnum anda allan tímann og er ekki lengi að líða. Maður getur horft á hana pælandi mikið í morðgátuni en hún er í raun og veru aukaatriði.
Tónlistin er mjög góð og er stjörnuleikurinn frábær, Maggie Smith stendur þá upp úr. Ég var mikið að velta fyrir mér hlutverki Ryan Philipe sem skoskur bryti en ástæða þess að hann leikur hann kemur seinna fram.
Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um að þessi mynd hafi unnið besta frumsamda handrit fram yfir Memento, Amélie og The Royal Tenenbaums, 2001 var auðvitað frábært kvikmyndaár, ég mæli eindregið með þessari vönduðu og léttu ráðgátu sérstaklega fyrir áhugamenn ráðgátumynda.
Stórfengleg kvikmynd snillingsins Roberts Altman sem skartar sönnum úrvalsleikurum í hverju einasta hlutverki. Tilnefnd til sex óskarsverðlauna 2001; sem besta kvikmynd ársins, fyrir leikstjórn, bestu leikkonur í aukahlutverki (Maggie Smith og Helen Mirren), bestu listrænu leikstjórn og bestu búningahönnun. Hlaut óskarinn fyrir besta frumsamda kvikmyndahandritið. Sögusviðið er breskt hefðarsetur á hinu herrans ári 1932, þar sem McCordle-fjölskyldan bíður vinum og ættingjum til helgardvalar og skotveiða. Sagan snýst að mestu um húsbóndann á hefðarsetrinu, William McCordle. Í gegnum árin hefur William orðið fjárhagslegur bakhjarl margra skyldmenna sinna og vina. Eftir því sem helgin líður eru leyndarmál afhjúpuð og svo virðist sem allir gestirnir eigi eftir að gera upp sakir við William. Spurningin er bara hversu langt munu gestirnir ganga. Stórfengleg mynd á allan hátt. Leikstjórn Altmans er góð og öll umgjörð myndarinnar er stórglæsileg. Aðall hennar er þó leikur þeirra leiksnillinga sem hér fara á kostum. Senuþjófur myndarinnar er Óskarsverðlaunaleikkonan Dame Maggie Smith, hún fer á kostum í hverju einasta atriði. Hún hefur tvívegis hreppt Óskarinn; 1969 fyrir leik sinn í The Prime of Miss Jean Brodie og árið 1978 fyrir California Suite. Einnig fer Helen Mirren vel með hlutverk ráðskonunnar Frú Wilson og túlkar hana á magnaðan hátt. Mirren og Smith hlutu báðar verðskuldaðar tilnefningar til Óskarsverðlaunanna og Golden Globe fyrir leik sinn. Einnig fara hér á kostum; Michael Gambon, Kristin Scott Thomas, Emily Watson, Alan Bates, Stephen Fry og Derek Jacobi. Góð og vönduð mynd sem allir sannir kvikmyndaáhugamenn hafa gaman af. Skylduáhorf fyrir aðdáendur breskra úrvalsmynda
Kannski var ég bara í svona vondu skapi, ég veit það ekki en þessi mynd höfðaði engan veginn til mín. Hún er um fullt af snobbliði og þjónustufólk þeirra sem kemur í matarboð á óðalssetur (og hvað með það?). Myndin er um nánast ekki neitt. Það er að vísu mjög góður leikur og umgjörðin glæsileg en myndin hélt manni alls ekki við efnið. Það voru mörg geisp sem ég heyrði í salnum og það ekki að ástæðulausu, myndin er allt of löng. Þetta er mynd sem er fín á sunnudagseftirmiðdegi þegar maður hefur ekkert að gera. Jú, svo er hægt að horfa á hana þegar maður vill fara að sofa.
Gosford Park er hálfgerð morðgátumynd frá leikstjóranum þekkta Robert Altman. Hér hefur hann fengið stóran hóp af þungavigtarleikurum á borð við Emily Watson, Helen Mirren, Kristin Scott Thomas að ógleymdum Ryan Phillipe (hóst..) til þess að leika í mynd sem fjallar um veislu hjá bresku aðalsfólki þar sem atburðir taka óvænta stefnu. Söguþráðurinn er ekkert sérstaklega flókinn og tiltölulega auðvelt er að leysa morðgátuna á undan persónunum í myndinni, en það sagði heldur enginn að Gosford Park væri dæmigerð morðgátumynd. Það ánægjulegasta við myndina er að kynnast öllum þeim fjölmörgu persónum sem fyrir koma og samböndum þeirra á milli. Eina raunverulega umkvörtunarefnið sem ég hef er hið sama og við stóran hluta af myndum sem hefur verið að koma út síðustu ár: myndin er lengri en hún þyrfti að vera. En þrátt fyrir þetta býður Gosford Park upp á skemmtilega og vel leikna afþreyingu.
Hér er verið um að ræða glæsilega samkomu hörkugóðra leikara. Eftir að hafa fengið 7 Óskarstilnefningar og þar á meðal sem besta myndin, leit Gosford Park alls ekki út fyrir að vera slæm. Robert Altman er ekki óvanur að senda frá sér mynd þar sem stórleikarar sameinast (takið m.a. Short Cuts sem dæmi). Altman hefur líka gert áður frábærar myndir, eins og The Player og Short Cuts (sem er að mínu mati langbesta mynd kappans). Gosford Park fellur auðveldlega í þennan hóp. Þetta er drama með gamansömu ívafi, sem krydduð er með fantagóðri morðgátu sem kemur manni skemmtilega á óvart. Í útliti er þessi mynd glæsileg og leikurinn er næstum að öllu leyti frábær. Þau Emily Watson, Helen Mirren, Stephen Fry, Maggie Smith (stelur hverri einustu senu sem hún kemur fram í), Alan Bates, Derek Jacobi og Michael Gambon eru öll saman stórkostleg. Ryan Phillippe er m.a.s. orðinn ansi góður og Richard E. Grant er líka mun þolanlegri en áður fyrr. Eitt það skemmtilegasta við Gosford Park er hvað henni hefur tekist vel að forðast öll leiðindi, og verður sem sagt aldrei langdregin. Þetta er í heild létt, skemmtileg og vel gerð mynd sem enginn kvikmyndaáhugamaður má láta fram hjá sér fara.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
USA Films
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
22. febrúar 2002