Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

Dr T. and the Women 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 2. mars 2001

122 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 57% Critics
The Movies database einkunn 64
/100

Dr. T, eða Dr. Sullivan Travis, er auðugur kvensjúkdómalæknir sem sinnir mörgum ríkustu konunum í Texas. Fullkomið líf hans fer að riðlast þegrar eiginkona hans, Kate, fær taugaáfall og er lögð inn á geðspítala. Elsta dóttir Dr. T, Dee Dee, ætlar að halda giftingu sinni til streitu þó svo að hún sé lesbía á laun, og sé ástfangin af Marilyn, aðal... Lesa meira

Dr. T, eða Dr. Sullivan Travis, er auðugur kvensjúkdómalæknir sem sinnir mörgum ríkustu konunum í Texas. Fullkomið líf hans fer að riðlast þegrar eiginkona hans, Kate, fær taugaáfall og er lögð inn á geðspítala. Elsta dóttir Dr. T, Dee Dee, ætlar að halda giftingu sinni til streitu þó svo að hún sé lesbía á laun, og sé ástfangin af Marilyn, aðal brúðarmeynni. Yngsta dóttir Dr. T, Connie, er haldin áráttu fyrir samsæriskenningum, og einkaritari Dr. T, Carolyn, er skotin í honum, en það er ekki endurgoldið. Mágkona Dr. T, Peggy, skiptir sér af öllu sem hún kemur nálægt, en Bree, sem er golfkennari, er sú eina sem Dr. T finnur huggun hjá.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Ég verð nú að segja að ég hélt hún væri aðeins betri en samt er hún ágæt. Dr T. er kvensjúkdómalæknir og á konu sem er geðveik og mikið veik. Hann á tvær dætur og ein er að fara að giftast en ég verð að segja að það er doldið langt síðan ég sá þessa mynd þannig þið verðið að afsaka ef ég get ekki sagt það sem þið viljið að ég bæti við. En þarna eru allir að laga til fyrir þetta brúðkaup. En svo kynnist Dr T. einni konu sem Helen Hunt leikur en í þessari mynd gerist svo margt, margt fleira sem ég man eftir en ég vil ekki segja meira en ef þið hafið áhuga á brúðkaupum og því tilstandi sjáið hana en samt er hún fyrir alla þótt hún sé ekki beint grínmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar að ég leigði myndina Dr. T and the woman. Hún er ömurleg, söguþráðurinn er leiðinlegur (annars er hann frekar lítill), mér finnst myndin vera leiðinlega tekin og þó svo að leikararnir séu frábærir (þeir fá þessa hálfu stjörnu) að þá ná þeir samt ekki að bjarga henni. Endirinn eyðilagði síðan allt, ég beið alltaf eftir að eitthvað myndi gerast en svo eftir langar 120 mínútur var hún búin. Söguþráðurinn er auðveldur, Dr. Sullivan Travis (Richard Gere) er kvensjúdómalæknir í Dallas. Hann á tvær dætur sem eru leiknar af Kate Hudson og Laura Dern. Hann er giftur konu sem er geðveik og síðan lendir hann í einhverjum óhöppum. Það er algjör synd að sjá hvernig þessari mynd var klúðrað því með þessum leikurum væri hægt að gera mikið betri hluti. Ég ráðlegg ENGUM að taka hana! Þetta er meira að segja ekki konumynd... :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

17.07.2001

Enn ein Jurassic Park?

Næsta föstudag opnar Jurassic Park 3 í Bandaríkjunum og þá kemur í ljós hvort áhugi almennings á risaeðlunum ógurlegu er nægilegur til þess að réttlæta enn eitt framhaldið. Nú hefur komið í ljós að allir aðallei...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn