Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Beerfest 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 6. október 2006

Bring on the beer. They've got the nuts.

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 40% Critics
The Movies database einkunn 46
/100

Vandræðalegur endir á þátttöku tveggja bandarískra bræðra, Jan og Todd, í leyndustu bjórkeppni Þýskalands, verður aðeins til að stappa í þá stálinu, og þeir stofna keppnislið og mæta aftur til leiks tvíefldir, og staðráðnir í að fórna limum og lifur í þágu hinnar einu sönnu þambkeppni.

Aðalleikarar

Einhæft er sennilega rétta orðið
Ég get höndlað grínmyndir með greindarvísitöluna í mínus, en Beerfest hlýtur að vera einhver alheimskulegasta mynd sem að ég hef séð á ævi minni.

Það er ótakmarkað hvað þessi mynd er mikil þvæla. Ég fíla aulahúmor, en það sem hér er um að ræða er eitthvað svo miklu meira beyond, og ég held að ég muni í kjölfarið aldrei aftur sjá eins mikla ofnotkun á ölvunarbröndurum.

Markmið þessarar myndar er að gera eins mikið grín að drykkju (ásamt fjölda öðru inn á milli, þá helst ber að nefna gyðingum og þjóðverjum) og hún getur á þeirri tímalengd sem að hún rennur á. Sumt af þessu er nett fyndið, annað... Tja... ekki alveg. Það er ákveðin stemmning sem fylgir myndinni vafalaust, en ég held að henni hafi verið ætlað að vera notið undir einhverjum sterkum áhrifum. Ég get engan veginn mælt með myndinni sjálfur, enda var ég edrú þegar ég sá hana.

Hún náði ekki að framkalla þann eina hlut sem virkilega skiptir máli, og það er að vera almennilega fyndin. Þegar að grínmynd sem þessi feilar á því, þá er ósköp lítið eftir að segja...

3/10 - Hún er samt e.t.v. ein skársta Broken Lizard-myndin. Pælið í því...

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Beerfest er heimskuleg og ófrumleg mynd en samt má eiga góða stund yfir henni. Segir frá nokkrum bandaríkjamönnum sem æfa sig fyrir eina heljarins drykkjukeppni. Tveir af þeim eru bræður og eru í gegnum afa sinn(Donald Sutherland í afar smáu hlutverki) skyldir þjóðverjum sem telja sig eiga með réttu dýrindis bjóruppskrift sem okkar menn(kanarnir) hafa í vörslu sinni. Beerfest keyrir sig áfram með nokkrum smellnum atriðum og brandararnir eru oft sniðugir en sagan er eitthvað svo klén og maður spyr sig hvort að það hefði ekki mátt finna upp á einhverju betra en þetta. Myndin má þó eiga það að drykkjukeppnin sjálf veldur engum vonbrigðum til áhorfs og eiginlega bara endar myndina skemmtilega. Samt fannst mér ég kannast við sumt í myndinni frá ótal öðrum myndum í sama dúr sem ætti að segja eitthvað. Þó er margt annað við Beerfest sem er gott og kostulegt en í heild er þetta skítsæmileg mynd sem rétt skríður upp í tvær stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn