Náðu í appið
Bönnuð innan 9 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Accepted 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The rejected have defected

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 38% Critics
Rotten tomatoes einkunn 72% Audience
The Movies database einkunn 47
/100

Eftir að hafa verið hafnað úr hverjum einasta skóla sem hann sótti um í, þá ákveður Bartleby Gaines að búa til þykjustu háskóla, South harmon Institute of Technology, ásamt vinum sínum, til að plata foreldra sína. En þegar blekkingin tekst of vel og annar hver nemandi sem hefur fengið höfnunarbréf fer að sækja um í skólanum, þá þarf Bartleby að finna... Lesa meira

Eftir að hafa verið hafnað úr hverjum einasta skóla sem hann sótti um í, þá ákveður Bartleby Gaines að búa til þykjustu háskóla, South harmon Institute of Technology, ásamt vinum sínum, til að plata foreldra sína. En þegar blekkingin tekst of vel og annar hver nemandi sem hefur fengið höfnunarbréf fer að sækja um í skólanum, þá þarf Bartleby að finna út úr því hvernig hann getur skipulagt menntun og framtíð fyrir nemendur sína, á sama tíma og hann þarf að ganga í augun á stelpunni í næsta húsi. ... minna

Aðalleikarar


Accepted er mynd sem er að reyna að vera nýja Revenge of the Nerds en tekst það ekki alveg. Ég veit að það er lítið vit í því að vera að hugsa um hvað sé raunhæft í svona myndum en ég komst ekki yfir hvað sagan er heimskuleg í þessari mynd. Spoiler - Justin Long leikur strák sem kemst ekki í neina háskóla svo að hann ákveður að búa til einn frá grunni, þ.e. South Harmon Institute of Technology (S.H.I.T.). Hann lætur gera heimasíðu og leigir gamalt geðveikrahæli sem hann málar og gerir upp á met tíma. Honum tekst einhvernveginn að plata foreldra sína með því að fá plat nemendur á svæðið og plat skólastjóra. Vinur Long, leikinn af Jonah Hill, gerði heimasíðuna þannig að hún samþykkti allar umsóknir svo að 300 manns mæta á svæðið í háskólanám.

Það er mikið verið að reyna að færa rök fyrir því að háskólar þurfi ekki allir að vera eins og að menntun sé almennt meingölluð af því að hún mótar alla á sama hátt. Það er voða erfitt að kaupa það að það sé eitthvað vit í S.H.I.T. þegar allir eru stöðugt fullir og í einhverjum leikjum. Oh, svo er steríótýpíski alpha sigma omega delta gæinn og ljóshærðar stelpan sem er eiginlega algjör tík.

Þrátt fyrir allt þetta er þessi mynd alveg fyndin. Mér fannst hún skemmtileg þrátt fyrir heimskulegan og ótrúlegan söguþráð. Það er aðallega góðum leikurum að þakka enda skilst mér að stór hluti af myndinni hafi verið leikinn af fingrum fram. Haddi, prófaðu þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn