Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Jarhead 2005

Frumsýnd: 13. janúar 2006

Every man fights his own war.

125 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 60% Critics
The Movies database einkunn 58
/100

Anthony "Swoff" Swofford frá Sacramento skráir sig í herinn seint á níunda áratug síðustu aldar. Hann kemst hjá herþjálfun með því að þykjast vera veikur, en fær starf sem leyniskytta, ásamt hinum oftast-áreiðanlega Troy. Persaflóastríðið brýst út og herdeild hans er send til Saudi Arabíu. Eftir 175 daga leiðindi, hita, áhyggjur af því að kærasta... Lesa meira

Anthony "Swoff" Swofford frá Sacramento skráir sig í herinn seint á níunda áratug síðustu aldar. Hann kemst hjá herþjálfun með því að þykjast vera veikur, en fær starf sem leyniskytta, ásamt hinum oftast-áreiðanlega Troy. Persaflóastríðið brýst út og herdeild hans er send til Saudi Arabíu. Eftir 175 daga leiðindi, hita, áhyggjur af því að kærasta hans hitti einhvern nýjan heima fyrir, sturlun og næstum því dráp á félaga, lækkun í tign, klósetthreinsun, bilaðar gasgrímur, og eyðimerkur fótbolta, þá byrjar Desert Storm áhlaupið. Á minna en fimm dögum er áhlaupinu lokið, en þó ekki fyrr en Swoff er búinn að sjá brennda líkama, brennandi olíuborholur og fleira. ... minna

Aðalleikarar


Þegar þið sjáið þessa mynd ekki búast við neinni stórmyndi því að þá verðið þið fyrir svolitlum vonbrigðum. Þegar ég fór á þessa myndi þá vissi ég lítið sem ekkert um hana og bjóst við stórmynd og miklum látum, en þvert á móti þá er þetta voða róleg mynd, þó svo að ég varð fyrir vonbrigðum þá hélt hún mér alveg við sem er gott. Jamie Foxx fer með góðan leik eins og alltaf, núorðið, Jake Gyllenhaal skilaði sínu hlutverki sómasamlega. Eins og ég sagði það var ekkert allt of mikið að ske í þessari mynd, en það var eitt sem ég var mjög hrifinn af sem var að þarna sýnir Sam Mendes að það allir hermenn eru ekkert hetjur, ég þoli ekki hvernig bandaríkamenn koma fram við þetta fólk sem skráir sig í herinn, þetta eru ekkert neinnar hetjur, bara venjulegt fólk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jarhead segir frá Tony Swofford(Jake Gyllenhaal) sem skrær sig í herinn og er sendur í stríð og síðan gengur öll myndin út á það að sýna reynslu hans þar, gleði og sorg. Á sinn hátt skemmtileg mynd en soldið einhæf og svíkur það sem hún lofar. T.a.m. eru mörg atriðin mjög spennandi og halda manni á nálum en síðan bara gerist ekki neitt. Síðustu atriðin eru hræðilega illa skrifuð og hefði ég t.d. viljað sjá betri skilgreiningu á hvað gerðist hjá kærustu Tony's. Það er ekki skýrt nógu vel. Myndin reynir stundum að vera fyndin en húmorinn hittir eiginlega aldrei í mark. Jake Gyllenhaal finnst mér yfirleitt vera mjög fínn leikari en ég er ekki nógu sáttur við frammistöðu hans í þessari mynd. Þó að hann leiki í sjálfu sér nokkuð vel þá skortir karakter hans bara nógu sterkan neista. Þrátt fyrir allt leiddist mér aldrei í salnum og hafði pínulítið gaman af myndinni. Málið er bara að hún er forvitnileg fyrri partinn en síðan þegar á hólminn er komið veldur hún manni vonbrigðum. En ég ætla að skella tveimur stjörnum á Jarhead fyrir að vera þolanleg og fyrir þá sem hafa gaman af 'öðruvísi' stríðsmyndum er þetta ekki svo galinn kostur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það má alls ekki búast við mikilli stríðsmynd í Jarhead, það er ekki mikið um byssusár og splassaða líkamshluti því Jarhead heldur sig við raunverulegar aðstæður í Persaflóastríðinu, það er aðallega fjallað um hve ömurlega leiðinlegt það stríð var fyrir hann Anthony Swofford (Jake Gyllenhaal). Myndin er byggð á bókinni eftir hinn raunverulega Swofford sem kallaðist Jarhead: A Marine's Chronicle of the Gulf War and Other Battles og handritið byggt á þeirri bók er líklega eitt af þeim betri á þessu ári. Það er nánast engin sjáanleg uppbygging í myndinni, og því var ekki krafist, þetta er afar einföld saga um 20 ára gamlan strák sem var nógu heimskur til þess að fara sjálfviljugur í herinn. Farið er frekar djúpt í hugarheim Swoffords, sýnt er nákvæmlega hvernig og af hverju hugarástand hans breyttist gegnum stríðið, svipað og Platoon sérstaklega þá fylgir talsetta röddin hans Gyllenhaals yfir alla myndina. Það sem sker Jarhead frá öðrum svipuðum myndum sem gerast á stríðstímum er að það er ekki eitt einasta atvik þar sem aðalpersónan þarf eitt skipti að skjóta úr byssu sinni á óvin, vandamál þeirra var ekki að lifa af heldur að fá að drepa einhvern óvin. Að lokum varð það að sjúkri örvæntingu aðeins til þess að fá tækifærið til þess að drepa, handritið hans William Broyles og góður leikur hjá þeim Gyllenhaal og Peter Sarsgaard gera myndina vel þess virði að sjá, svo ekki gleyma þessari glæsilegu myndatöku hjá Roger Deakins, Jarhead stóðst undir væntingum mínum og meira.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

14.08.2015

Lundgren verður leikskólalögga

Tímaritið Entertainment Weekly greinir frá því að sænski leikarinn og bardagalistamaðurinn Dolph Lundgren leiki aðalhlutverkið í Kindergarten Cop 2, og feti þannig í fótspor félaga síns Arnold Schwarzenegger, sem lé...

04.07.2016

Nýtt á Netflix í júní

Nýjar kvikmyndir í júní 2016 7 Anos de Matrimonio (2013) 7 Chinese Brothers (2015) A Country Called Home (2015) A Fish Story (2013) A Walk to Remember (2002) Alien Autopsy: Fact or Fiction (2006) All Hail King J...

12.01.2012

Wall-E tónskáld semur Bond tónlist

Í fyrsta sinn síðan að Tomorrow Never Dies kom út árið 1997, mun einhver annar en David Arnold sjá um tónlistina í mynd um James Bond. Eins og kunnugt er vinnur nú leikstjórinn Sam Mendes hörðum höndum að myndinni Skyfal...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn