Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég man ekki eftir neinni annarri mynd sem byggist á staðhæfingunni ‘Life is Shit’ og nær samt að láta manni líða vel. The Weather Man nær svo fullkomlega að sýna hve lífið er ömurlegt og frábært á sama tíma. Skíturinn bakvið lífið eru öll vandamálin sem fólk hefur, og það frábæra við lífið er að komast yfir þessi vandamál. Nicolas Cage leikur eins og nafnið á myndinni gefur mjög sterklega að kynna, mann sem kynnir veðrið í bandarísku fréttunum, hann er hinsvegar eins langt frá venjulegri söguhetju og hægt er að vera. Hann ósjálfbjarga, sjálfsvorkenndandi aumingi sem nær að klessa allt í lífinu sínu. Hann er skilinn við konu sína sem er nú gift feitu fífli sem hann hatar, sonur hans er að hverfa í mjög efasemdar vináttur og dóttir hans er offeit og lögð í djúpt einelti í skóla. Hinn eini stöðugi og gáfulegi hluti í myndinni er faðir Nicolas Cage sem var snilldarlega leikinn af Michael Caine, hann er eini maðurinn sem gefur að kynna einhverskonar stolt um líf sitt enda er veðurmaðurinn að reyna líkjast honum án árangurs. Drifkrafturinn er persónusköpunin, ég skildi hverja einustu persónu og breytingar þeirra og gat alltaf að einhverju leiti tengt mig við þær, aðeins fáar myndir geta gert það almennilega. Innhaldið er þó fremur lítið til þess að fylla inn í alla myndina, en hún dregur ekki lengdina. The Weather Man virkar sem karaktermynd því hún er laus við venjulegar klisjur, það eru leifar af þeim en lausnin fer í allt aðra átt en venjulega er gert, þetta er skemmtilega gróf og kaldhæðnisleg mynd sem kemur manni einhvern veginn í nokkuð gott skap, sem kom mér á óvart.
Weather Man er mjög realistic mynd og getur maður lifað inn í aðstæður persónanna eins og þær værum við. Myndin spyr mann: Hvað viljum við í þessu lífi? Handrit Steve Conrad er meiriháttar, leikstjórn Gore Verbinski traust að vanda, myndataka góð og persónusköpunin er alveg mögnuð. Nicolas Cage er frábær í hlutverki veðurmannsins og hef ég varla séð betri frammistöðu hjá honum síðan Leaving Las Vegas. Svo er Michael Caine magnaður í hlutverki föður hans. Weather Man er mögnuð og frumleg mynd sem ég hvet alla að tékka á sem fyrst.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$55.000.000
Tekjur
$36.976.336
Vefsíða:
Aldur USA:
R