Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þetta er auðvitað drauma hlutverk Jack's sem Satan sjálfur og hann kemur sér svo skemmtilega inn í hlutverkið. Satan (Nicholson) er í gervi Daryls Van Horne og flytur í smábæjinn Eastwick. Þrjár konur sem heita Alexandra (Cher,Tea With Mussolini) Jane (Michelle Pfeiffer, Sinbad: Legend Of The Seven seas) og Sukie (Susan Sarandon,Dead Man Walking) eiga heima þar. Þær eru vinkonur og vilja gjarnan hitta heillandi mann. Þegar þær hitta Daryl breytir hann lífi þeirra um mikið magn.
Þrælskemmtileg og fyndin mynd. Nicholson sýnir hér stórleik er hér algerlega í essinu sínu á heimavelli. Cher sýnir líka góðan leik mætti gjarnan sjást oftar á hvíta tjaldinu. En virkilega skemmtileg mynd...
Vá, er virkilega ekki hægt að gefa fleiri en fjórar stjörnur? Ég gef þessari mynd svona tíu. Þetta er besta mynd sem ég hef séð og hef ég séð þær margar, það eina sem mér finnst vanta er smávegis rómantík, en það finnst mér nánast ómissandi í öllum bíómyndum. Jack Nicholsson leikur hér sjálfan Satan, sem kemur til smábæjarins Eastwick undir nafninu Daryl Van Horne, í líki venmjulegs manns. Hann kaupir risa villu og bæjarbúar brjóta heilann um þennan dularfulla aðkomumann. Hann heillar þær Alex, Sukie og Jane (Cher, Michelle Pfeiffer, Susan Sharadon) upp úr skónum, og þá upphefst eldheitur ástarferhyrningur, með Daryl í aðalhlutverki. Þegar þær uppgvötva að Daryl er djöfullinn í mannsmynd verða þær að eyða honum, en hann lætur ekki undan auðveldlega, takmark hans er að eignast syni með þeim og þeir synir eiga að taka völdin. Ég mæli með henni, takið hana sem allra fyrst á vídeó.