Náðu í appið

Once Upon a Time in the West 1968

(C'era una volta il West)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

There were three men in her life. One to take her... one to love her... and one to kill her.

165 MÍNÍtalska
Rotten tomatoes einkunn 95% Critics
The Movies database einkunn 8
/10
The Movies database einkunn 80
/100

Saga af ungri konu, ungfrú McBain, sem flytur frá New Orleans til Utah, sem er á ystu mörkum bandaríska villta vestursins. Þegar hún kemur þangað þá kemur hún að nýbökuðum eiginmanni sínum myrtum og fjölskyldu hans slátrað sömuleiðis, en hver gerði það? Sá sem er grunaður um ódæðið, kaffiunnandinn Cheyenne, vingast við hana og býðst til að hjálpa... Lesa meira

Saga af ungri konu, ungfrú McBain, sem flytur frá New Orleans til Utah, sem er á ystu mörkum bandaríska villta vestursins. Þegar hún kemur þangað þá kemur hún að nýbökuðum eiginmanni sínum myrtum og fjölskyldu hans slátrað sömuleiðis, en hver gerði það? Sá sem er grunaður um ódæðið, kaffiunnandinn Cheyenne, vingast við hana og býðst til að hjálpa henni að elta alvöru morðingjann, en það er bófaforinginn og leigumorðinginn Frank. Með í hefndarför slæst Harmonica, sem hefur sínar eigin ástæður fyrir því afhverju hann vill drepa Frank. ... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)


Þó að 'Once Upon A Time In The West' hafi verið gerð 1968 og sé orðin 36 ára gömul stenst hún fyllilega tímans tönn. Hver einasti karakter er flottur, og sviðsetningin, tónlistin og kvikmyndatakan. Það má taka fram að umhverfishljóð eru notuð af snillingnum Ennio Morriconi til að magna upp áhrif atriða, sett saman rétt eins og kvikmyndatónlist. Þetta er dæmigerð klassísk mynd og í besta skilningi þess orðs. Sagan er mjög einföld, en sögð með mjög spennandi stíl, þar sem ekkert er útskýrt og maður verður að geta í eyðurnar. Fátt er sagt í þessari kvikmynd, en þegar persónurnar missa út úr sér orð, eru það undantekningarlaust gullmolar. 'Munnharpan' mælir sér mót við hinn kaldrifjaða morðingja Frank. Í stað þess að mæta á staðinn sjálfur, sendir Frank menn sína til að taka á móti gaurnum og ganga frá honum. Þremenningarnir eru það vel kynntir til sögunnar að unun er að fylgjast með - persónur af holdi og blóði skapaðar með lekandi vatnsdropum og húsaflugu. Áætlun Franks fer ekki eins og hann vonaðist til, og 'Munnharpan' finnur leið til að nálgast Frank smám saman. Það er mikið um lestar á þessum stað í villta vestrinu, og snýst plottið að miklu leiti um samgöngur og sífellt hraðari boðskipti, og möguleikana sem felast í þeim. Hrein snilld. Allir aðalleikararnir eiga stórleik, en þar fer Henry Fonda fyrir liðinu, ásamt Charles Bronson og Jason Robards. Claudia Cardinale leikur svo húsfreyjuna heillandi sem sagan á eftir að snúast um, upp að ákveðnu marki. Arketípurnar eru skýrar: það er hetjan og verndarinn sem tilbúinn er að láta allt í sölurnar fyrir markmiðið, það er illmennið sem er kaldara en kaldasta hjarta, og svo er það kameljónið, og loks prinsessan. 'Star Wars' var haldið uppi af svipuðum persónum, og flestum af bestu sögum og kvikmyndum mannkynssögunnar hafa persónur í svipaðri stærðargráðu innanborðs. Þó að þetta sé bara hreinn og beinn vestri, hefur maður á tilfinningu að myndin sé um eitthvað margfalt meira og stærra. Mér datt í hug að verið væri að vísa í átök milli fasisma og frjálshyggju, og hversu mörkin milli þeirra getur verið óskýr, ef illmenni eru til staðar til að misnota sér völdin. Sergio Leone er þekktur fyrir að ná glæsilegum myndum af augum fólks, sem síðan er stillt upp gegn víðáttumiklu og stórfenglegu umhverfi og aðstæður sem snúast um líf og dauða, heiður og hefndir. Þessari mæli ég með. Þó skal vara við að hún er hvorki hröð né full af æsingi. Hún virðist full róleg á köflum, en spennan og persónurnar eru byggðar hægt upp, þannig að fyrir þá sem hafa athyglisbrest eins og algengt er í dag, þá þurfa þeir að geta setið á sér heldur lengi til að njóta myndarinnar út í þær ystu. 'Once Upon A Time In The West' er hrein og tær snilld sem enginn sannur kvikmyndaaðdáandi má láta framhjá sér fara. Að mínu mati besti vestri sem festur hefur verið á filmu, og þá er ég með snilldarmyndir eins og 'The Man Who Shot Liberty Valance', 'Unforgiven' og 'The Good, The Bad, And the Ugly' einnig í huga.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn