Náðu í appið
Bönnuð innan 9 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Edward Scissorhands 1990

His story will touch you, even though he can't

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
The Movies database einkunn 74
/100

Í kastala efst uppi á hæð, býr stórkostlegasta sköpunarverk uppfinningamanns - en það er Edward, sem er næstum því tilbúin manneskja. Skapari Edward lést áður en hann gat klárað hendur hans, og þessvegna er hann með skæri í stað handa. Síðan þá hefur hann búið einn, eða allt þar til góðhjörtuð kona að nafni Peg finnur hann og býður honum heim... Lesa meira

Í kastala efst uppi á hæð, býr stórkostlegasta sköpunarverk uppfinningamanns - en það er Edward, sem er næstum því tilbúin manneskja. Skapari Edward lést áður en hann gat klárað hendur hans, og þessvegna er hann með skæri í stað handa. Síðan þá hefur hann búið einn, eða allt þar til góðhjörtuð kona að nafni Peg finnur hann og býður honum heim til sín. Í fyrstu taka honum allir vel, en fljótlega fara hlutirnir að breytast til hins verra. ... minna

Aðalleikarar

Tim Burton + Johnny Depp= Snilld
Tim Burton (Batman, Mars Attack) er snillingur.Þetta er besta Tim Burton mynd sem ég hef séð. Þetta er líka fyrsta myndinn þar sem hann og Johnny Depp (Pirates of the Caribbean myndirnar, Public Enemies) vinna saman.
Myndinn fjallar um Edward (Johnny Depp) sem sem var skapaður af vísindamanni ( Vincent Price). Vísindamaðurinn deyr áður en hann nær að klára Edward svo að hann situr uppi með skæri í staðinn fyrir hendur.
Þetta er mjög skemmtileg drama/grínmynd semætti að höfða til allra.

Quote:
Bill: So Edward, did you have a productive day?
Edward: Mrs Monroe showed me where the salon's going to be. You could have a cosmetics counter.
Peg Boggs: Oh, wouldn't that be great!
Bill: Great.
Edward: And then she showed me the back room where she took all of her clothes off.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ef ég yrði spurður um bestu kvikmynd allra tíma, þætti mér það líklegt að svarið yrði Edward Scissorhands. Tim Burton er sá almesti snillingur kvikmyndasögunar. Hvernig hann fer að því að gera svona frábærar myndir? Hvernig yrði eiginlega Kvikmyndaheimurinn án hans? Edward Scissorhands er fjórða kvikmynd Tim Burtons í fullri lengd, en fyrri myndir hans eru Pee-Wee's big adwendures, Beetlejucie og Batman. Þetta var fyrsta mynd Burtons sem hann réð alveg sjálfur. En hann er leikstjórinn, framleiðandinn og handritshöfundurinn (ásamt Caroline Thompson). Þetta er líka fyrsta mynd hans með Johnny Depp, en þeir hafa núna samtals gert fimm myndir saman.(Ed Wood, Sleepy hollow Charile and the Chocolate factory og Tim Burton's Corpse Bride.

Myndinn segir frá manni sem heitir Edward og er með skærahendur. Það hafði verið gamall uppfinningamaður(Vincent Price) sem hafði skapað hann. Uppfinningamaðurinn deyr áður en hann nær að fullklára hann, en það eina sem uppfinninga maður átti eftir að gera var að gefa honum mennskar hendur, og því er Edward með skæri í stað handa. Stuttu eftir andlát uppfinningamannsins kemur góðhjörtuð sölukona(Dianne Wiest) að húsinu sem edward býr í, en Ewdward hafði aldrei séð neitt fyrir utan veggjanna. Hún býður honum að koma með sér heim og gerir það. Þar kynnist Edward fjölskyldu hennar, Bill manninum hennar (Alan Arkin), Kevin syni hennar (Robert Oliveri) og Kim dóttur hennar (Vinona Ryder). Þaegar nágrannarnir sjá Edda verða þeir hrifnir af honum því að Edward býr yfir mörgum hæfileikum. Hann getur klippt styttur úr runnum, grillað með höndunum og klippt hár. Það líður svo ekki að löngu þar til Edward verður ástfangin af Kim,dóttur sölukonunar. En hún var á föstu með Jim(Anthony Michael Hall), sem er aðal illmenni sögunar. Þegar Eddi er búinn að eiga góðan tíma með þessari fjölskyldu líður ekki að löngu þar til að hann lendir í vandræðum.

Í fyrstu bjóst ég við sæmilegri mynd. Ég hafði ekki hugmynd um hvað þessi mynd væri. En eftir að hafa séð þessa mynd var ég alveg hellaður af henni og keypti mér hana strax á dvd. Svo er það tónlistinn í þesari mynd. Hún er frábær eins og flest sem kemur frá Danny Elfman. Danny Elfman er snillingur! Svo ekki sé minnst á frábæra leikstjórn. Johnny Depp fer á kostum sem Edward. Þetta er ein af fyrstu myndum hans. Alan Arkin er líka góður í sínu hlutverki, soldið fyndinn í þessu hlutverki sínu. soldið bjánalegur. Anthony Michael Hall fer líka á kostum sem illmenni. Svo er það Winona Ryder. hún er frábær í þessari mynd. Besta leikkona í heimi.


Ég ætla að gefa þessari mynd fullt hús! því að hún á það svo sannarlega skilið!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég keypti mér eintak af mynd Tim Burtons Edward Scissorhands og vissi ekki viðhverju átti að búast en hún kom mér svo sannarlega á óvart.Þetta er þriðja mynd Tims í fullri lengd en hinar voru Beetlejuice og Batman.Tim Burton er minn uppáhalds leikstjóri,Johnny Depp uppáhaldsleikarinn og meistarinn Danny Elfman mitt uppáhalds tónskáld.Þegar þessir þrír snillingar eru saman þá er ekki hægt að búast við öðru en mestaraverki sem Edward Scissorhands er.Þetta er fyrsta myndin sem Johnny og Tim vinna saman en aðrar myndir sem þeir hafa gert eru Ed Wood,Sleepy Hollow,Charlie and Chocolate factory og Corpse Bride.Aðrir leikarar myndarinnar eru Winona Ryder,Dianne Wiest,Alan Arkin,Kathy Baker,Anthony Michael Hall sem er óþolandi sem skíthællinn Jim og svo gamli hryllingsmynda kóngurinn Vincent Price sem leikur uppfiningamanninn sem bjó Edward(Depp)til.Tónlistin er góð og falleg og útlit myndarinnar flott.Heimarnir sem Burton skapar eru alltaf svo myrkir,flottir og bara brilliant en þó fannst mér hárgreiðslurnar á konum bæjarins(Edward klippti þær)asnalegar.Það að Depp,Elfman og Burton hafi aldrei unnið Óskarsverðlaun er hneykslandi og þeir fá ekki einsu sinn tilnefningu.Tim leikstýrir þessu svo vel að ég mundi segja að þetta væri besta myndin hans með Charlie and the Chocolate factory.




Johnny Depp sannar það enn og aftur að hann er einn besti leikari allra tíma og hann leikur Edward rosalega vel.Alan Arkin og Vincent Price eru góðir í aukahlutverkum og sömuleiðis Kathy Baker.Dianne Wiest var líka góð en á köflum þó fannst mér eitthvað vera slappt,ég bara veit ekki hvað.Anthony Michael Hall var lélegur og Winona Ryder sæt en þó skilaði hún ekki mjög góðri frammistöðu en var ágæt.Edward er verk uppfinningamanns en er þó ekki alveg kláraður.Hann hefur skæri í staðinn fyrir hendur og býr einn í kastala uppfinningamannsins.Peg(Wiest)selur snyrtivörur í heimahúsum í bænum Suburbia.Henni gengur ekki vel en hún hefur þó gullhjarta.Hún ákveður að fara í kastalann sem Edward býr í og finnur hann þar og tekur hann með sér heim. Edward Scissorhands er fallegt,sorglegt og fyndið ævintýri.Enginn má missa af þessu meistaraverki.Algjört skylduáhorf með boðskap.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Edward Scissorhands er yndisleg mynd frá leikstjóranum Tim Burton, sem er einn besti leikstjóri sem uppi hefur verið. Ég lærði það þegar ég horfði á þessa mynd að maður má ekki búast við neinu þegar maður horfir á myndir frá Tim Burton, þær eru alltaf algjörlega öðruvísi en búist var við. Ég bjóst við að Edward Scissorhands væri hálfgerð spennumynd, en í staðinn horfði ég á myrka dramamynd sem er hálfgerð gamanmynd á köflunum. Edward Scissorhands fjallar í stuttu máli um uppfinningamann (Vincent Price) sem finnur einn daginn upp mann sem hann kallar Edward (Johnny Depp). Uppfinningamaðurinn klárar Edward ekki alveg, skilur hann eftir með skæri í stað handa. Einn daginn finnur góðhjörtuð sölukona hann (Diane Wiest) og fer með hann heim til sín í hinn týpíska bæ, Suburbia (þar sem allir eiga nákvæmlega eins hús og nákvæmlega eins garða og aðrir) til að búa með fjölskyldu sinni. Tim Burton kom með hugmyndina af Edward Scissorhands, teiknaði Edward á blað, og sýndi handritshöfundinum Caroline Thompson. Á meðan Tim vann við myndina “Beetlejuice”, skrifaði Caroline handrit myndarinnar, sem er hreint og beint frábært. Tim Burton fékk svo leikarann Johnny Depp til að leika Edward, og var það upphafið af samstarfi þeirra, en Johnny lék seinna í fullt af myndum frá Burton s.s. Ed Wood, Sleepy Hollow, Charlie and the Chocolate Factory og Corpse Bride. Johnny Depp sýnir ótrúlega frammistöðu, hann lifir sig algjörlega inní Edward, sem er búinn að lifa einn í fjöldamörg ár og er því hálfskrýtinn. Í öðrum hlutverkum eru Winona Ryder (Kim) sem stendur sig mjög vel, Diane Wiest (sölukonan Peg), Anthony Michael Hall (Jim) sem er hálfgerður vondikall myndarinnar, Alan Arkin (Bill), og Kathy Baker (Joyce), persóna hennar er algjörlega tilgangslaus fyrir myndina, meira að segja hálfleiðinleg, það hefði alveg verið hægt að sleppa henni. Ekki má gleyma Vincent Price í hlutverki uppfinningamannsins, en hann stendur sig best af öllum leikurum myndarinnar með sinni klikkuðu frammistöðu. Danny Elfman sér um tónlist myndarinnar, eins og í flestum myndum Burtons (öllum nema Ed Wood). Ég gjörsamlega elska tónlistina hans í öllum myndum sem hann hefur samið tónlist í, t.d. Batman (hans besta tónlist er í henni), Spider-Man, Big Fish (tónlist sem fær mann næstum því til að gráta) og Charlie and the Chocolate Factory. Edward Scissorhands Theme lagið er jafnframt eitt af hans bestu theme lögum. Edward Scissorhands fjallar um tilfinninguna að falla ekki inní samfélagið, vilja falla inní samfélagið, reyna að falla inní samfélagið, en geta það ekki (sagði Tim Burton sjálfur). Frábær mynd sem fer beint í þriðja sæti yfir bestu myndir Burtons (á eftir Big Fish og The Nightmare Before Christmas).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Edward Scissorhands var fyrsta myndin sem að leiddi þá Tim Burton og Johnny Depp saman, og átti það samstarf eftir að leiða þá til að gera margar snilldarmyndir í viðbót, eins og Corpse Bride, Charlie and the Chocolate Factory o.fl. eftirminnilegar myndir. En um myndina. Myndin fjallar um Edward, sem að er tilraun hjá vísindamanni einum sem að fer út um þúfur og endar hann sem (ófullkomnuð) vera með skæri á einni hendinni. Hann fer í burtu og endar hjá fjölskyldu einni sem tekur hann að sér. Segi ekki meir. Þessi mynd er brilliant og hefur flest allt sem góð bíómynd þarf að hafa: Mjög góða og skemmtilega sögu, skrautlegt en samt drungalegt útlit, góður leikur frá Johnny Depp og Winonu Ryder og leikstjórn Tims alltaf jafn traust og vanalega. Frábær mynd sem allir unnendur Tim Burton ættu að vera búnir að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn