Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Cellular kemur verulega á óvart. Þetta er mynd sem þarf ekki að hafa gott handrit, persónusköpun og einhver frumlegheit. Það eina sem hún þarf að hafa er nógu stóran skammt af spennu og hafa hraðann í lagi, og eru einmitt þessi þættir sýndir mjög vel í Cellular. Skil ekki hvernig Kvikmyndir.com gat rakkað þessa mynd niður, því mér og öðrum hér erum á því að hún er fínasta skemmtun og tilvalin spennumynd sem allir geta skemmt sér konunglega yfir.
Ekkert nema farsímaauglýsing á ferð hérna, ágætis spenna í byrjun sem hægt og rólega fjarar út. Mæli ekki með þessari.
Ekki bjóst ég við miklu af þessari mynd. En þrátt fyrir að leikararnir séu ekki að brillera þá er þessi mynd hin fínasta spennumynd og get ég því mælt með þessari ræmu
Farsímaútgáfan af Phone Booth
Cellular er skotheld spennumynd sem fer af stað frá fyrstu mínútu og tekst að halda á floti skemmtilegri, hraðri og hörkuspennandi atburðarás út alla lengdina.
Myndin er líka í léttari kantinum þannig að aldrei er langt á milli gríns (hver kannast t.d. ekki við það að lenda í leiðindum þeirra sem keyra og tala í farsíma samtímis?). Leikaraval er sömuleiðis mjög gott og standa allir sig með ágætum. Chris Evans er þarna með mestan skjátímann og nær hann að sanna sig sem efnilegan leikara, a.m.k. þegar svona mynd er að ræða og því verður mjög fróðlegt að sjá hann í Fantasic Four á næsta ári. William H. Macy, Kim Basinger, Noah Emmerich og Jason Statham fylla síðan vel upp í rest.
Leikstjórinn David R. Ellis (Final Destination 2) gerir líka gott úr þessu handriti. Hann keyrir myndina á svo miklum hraða að áhorfandinn fær varla tíma til að spá í trúverðugleika eða velta sér upp úr einhverri persónusköpun, og með þessu gerir hann myndina á köflum virkilega spennandi. Cellular er ekta kvöldbíó eins og þau gerast best, og ég þori næstum að bóka það að hver sá sem hafði gaman af Speed og/eða Phone Booth mun mjög líklega fíla þessa í botn.
7/10
Cellular er skotheld spennumynd sem fer af stað frá fyrstu mínútu og tekst að halda á floti skemmtilegri, hraðri og hörkuspennandi atburðarás út alla lengdina.
Myndin er líka í léttari kantinum þannig að aldrei er langt á milli gríns (hver kannast t.d. ekki við það að lenda í leiðindum þeirra sem keyra og tala í farsíma samtímis?). Leikaraval er sömuleiðis mjög gott og standa allir sig með ágætum. Chris Evans er þarna með mestan skjátímann og nær hann að sanna sig sem efnilegan leikara, a.m.k. þegar svona mynd er að ræða og því verður mjög fróðlegt að sjá hann í Fantasic Four á næsta ári. William H. Macy, Kim Basinger, Noah Emmerich og Jason Statham fylla síðan vel upp í rest.
Leikstjórinn David R. Ellis (Final Destination 2) gerir líka gott úr þessu handriti. Hann keyrir myndina á svo miklum hraða að áhorfandinn fær varla tíma til að spá í trúverðugleika eða velta sér upp úr einhverri persónusköpun, og með þessu gerir hann myndina á köflum virkilega spennandi. Cellular er ekta kvöldbíó eins og þau gerast best, og ég þori næstum að bóka það að hver sá sem hafði gaman af Speed og/eða Phone Booth mun mjög líklega fíla þessa í botn.
7/10
Ég verð nú að segja að ég bjóst ekki við miklu þegar ég rambaði inná þessa mynd fyrir hálfgerða tilviljun. Það er kannski best að fara í kvikmyndahús þannig, án væntinga. Allavegana skemmti ég mér konunglega yfir þessari mynd. Engin Óskarsverðlaun þarna en sem afþreyjingarmynd fær hún mína hæstu einkun. Skemtilegur hasar, fínn leikur, flottar fléttur og soldið svona nýjar hugmyndir þarna sem líta dagsins ljós, allt sem svona mynd þarf að hafa.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
8. október 2004
VHS:
27. janúar 2005