Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Djúp og minnisstæð semi-hasarmynd
Innocence er ein af óvenju fáum myndum á þessu ári sem ég gat varla beðið eftir að sjá. Sem bæði gallharður Ghost in the Shell-aðdáandi og traustur anime-fíkill gerði ég mér miklar og góðar vonir um að hér gæti orðið um afbragðs mynd að ræða. Síðan kom í ljós að myndin olli mér engum vonbrigðum.
Þetta er ein af þessum sjaldgæfu framhaldsmyndum sem virkilega nær að fara rétt að hlutunum. Hún er ekkert nauðsynlega betri en forveri sinn, en hún heldur sér á sama leveli þrátt fyrir það, og í þessu tilfelli er það meira en nóg. En fyrir þá sem ekki vita neitt um efnið, þá er hér á ferðinni blanda af vísindaskáldsöguþriller og flugbeittri og vel skrifaðri ráðgátu sem krefst þess að áhorfandinn noti heilastarfsemina út alla lengdina.
Það eru nú liðin 9 ár frá því að fyrri GitS myndin kom fyrst út, svo eðlilegt er að útlit þessarar myndar hefur verið bætt, og það má svo sannarlega undirstrika það. Myndin er listaverki líkust. Það er að vísu ekkert nýtt í dag að blanda saman þrívíddar tölvuteiknun við venjulegu aðferðina, en hér er útlitið svo fullkomið að það slær jafnvel út margar leiknar vísindaskáldsögur sem hafa komið út síðustu misseri. Þetta er klárlega flottasta teiknimynd sem ég hef séð síðan Wonderful Days.
En oft vill þannig til að myndir leggja meiri áherslu á útlit heldur en innihald, en hér er raunin ekki sú. Líkt og með fyrri myndina, þá hefur söguþráðurinn forgang. Hér er heldur ekkert verið að flýta honum fyrir til að komast beint að hasarnum... Ó nei, heldur er gefinn nægur tími í að leyfa ráðgátunni að uppljóstrast. Plottið er líka snúið, og þá mjög svo. Ég er viss um að maður þurfi a.m.k. annað áhorf til að leysa alla flækjuna á bakvið það. Hasarinn er ekki einu sinni í miklu magni í þetta sinn, en þegar hann bregður fyrir má vel hrósa leikstjóranum/handritshöfundinum Mamoru Oshii fyrir vikið, því hann er bæði stílískur og skemmtilegur. Svo fléttist hann alltaf inn í atburðarásina á réttum tíma. Samtölin eru sömuleiðis ótrúlega sérstæð. Og þar sem meginumfjöllunarefni þessarar myndar er hið erfiða samfélag milli vera sem saman standa af gervigreind og venjulegu fólki, þá kafar hún út heilmiklar sálfræðiumræður og ýmislegt því tengdu (vitnað er m.a.s. í Konfúsíus, biblíuna, ljóð og margt fl. - en allt í rökréttu samhengi) sem annaðhvort fær áhorfandann til að hugsa eða kúgast úr leiðindum. Myndin vekur einnig upp ýmsar athyglisverðar spurningar varðandi hlutverk mannsins gagnvart vélum sem eru svo lík mannverum útlitslega að ekki er hægt að greina muninn. Svo eru líka ýmsar mennskar lífverur sem ganga um með innbyggðan tölvukubb í heilanum. Hvort sú vera telst almennt mennsk eða ekki er einnig merkileg spurning og aðeins ein af mörgum.
Þetta er tvímælalaust ekta elska hana/hata hana-mynd, og ljóst er að ekki allir munu taka eins vel á móti öllu heimspekingsflæðinu sem á sér stað. Að sumu leyti er hún svipuð forvera sínum, en á öðru stigi ekki. Einnig er smá vottur af Noir-stíl í þessu og tilvísanir í fyrri myndina (og þættina) finnast hér einnig en aðeins fyrir hina skörpustu áhorfendur til að koma auga á. Helsti galli þessarar myndar er líklega sá að hún verður örlítið langdregin á vissum stöðum (eitthvað sem fyrri myndin þjáðist ekki af. Ekki skrýtið, hún var rétt yfir 80 mínútur), og einhvern veginn fannst mér persónurnar oft taka fulllangar pásur inn á milli setninga, en hún skríður hjá því. Innocence er sem heild bara eitthvað sem allir sannir kvikmyndaunnendur ættu að tékka á. Þetta er svo miklu, miklu meira en hefðbundin anime teiknimynd. Pælingarnar á bakvið hana, sagan, flækjan, samtölin, mannlegi þátturinn, þetta er allt svo áhugavert og minnistætt, og því á myndin skilið að sópa til sín breiðari fjölda. Þetta er ekki mainstream mynd. Hún er hæg en missir aldrei þráðinn, spennandi en án þess að vera of hávær. Á þessu tiltölulega slappa kvikmyndaári nær hún að standa rækilega upp úr mínum huga, eitthvað sem ekki mjög margar myndir hafa gert hingað til.
8/10
Innocence er ein af óvenju fáum myndum á þessu ári sem ég gat varla beðið eftir að sjá. Sem bæði gallharður Ghost in the Shell-aðdáandi og traustur anime-fíkill gerði ég mér miklar og góðar vonir um að hér gæti orðið um afbragðs mynd að ræða. Síðan kom í ljós að myndin olli mér engum vonbrigðum.
Þetta er ein af þessum sjaldgæfu framhaldsmyndum sem virkilega nær að fara rétt að hlutunum. Hún er ekkert nauðsynlega betri en forveri sinn, en hún heldur sér á sama leveli þrátt fyrir það, og í þessu tilfelli er það meira en nóg. En fyrir þá sem ekki vita neitt um efnið, þá er hér á ferðinni blanda af vísindaskáldsöguþriller og flugbeittri og vel skrifaðri ráðgátu sem krefst þess að áhorfandinn noti heilastarfsemina út alla lengdina.
Það eru nú liðin 9 ár frá því að fyrri GitS myndin kom fyrst út, svo eðlilegt er að útlit þessarar myndar hefur verið bætt, og það má svo sannarlega undirstrika það. Myndin er listaverki líkust. Það er að vísu ekkert nýtt í dag að blanda saman þrívíddar tölvuteiknun við venjulegu aðferðina, en hér er útlitið svo fullkomið að það slær jafnvel út margar leiknar vísindaskáldsögur sem hafa komið út síðustu misseri. Þetta er klárlega flottasta teiknimynd sem ég hef séð síðan Wonderful Days.
En oft vill þannig til að myndir leggja meiri áherslu á útlit heldur en innihald, en hér er raunin ekki sú. Líkt og með fyrri myndina, þá hefur söguþráðurinn forgang. Hér er heldur ekkert verið að flýta honum fyrir til að komast beint að hasarnum... Ó nei, heldur er gefinn nægur tími í að leyfa ráðgátunni að uppljóstrast. Plottið er líka snúið, og þá mjög svo. Ég er viss um að maður þurfi a.m.k. annað áhorf til að leysa alla flækjuna á bakvið það. Hasarinn er ekki einu sinni í miklu magni í þetta sinn, en þegar hann bregður fyrir má vel hrósa leikstjóranum/handritshöfundinum Mamoru Oshii fyrir vikið, því hann er bæði stílískur og skemmtilegur. Svo fléttist hann alltaf inn í atburðarásina á réttum tíma. Samtölin eru sömuleiðis ótrúlega sérstæð. Og þar sem meginumfjöllunarefni þessarar myndar er hið erfiða samfélag milli vera sem saman standa af gervigreind og venjulegu fólki, þá kafar hún út heilmiklar sálfræðiumræður og ýmislegt því tengdu (vitnað er m.a.s. í Konfúsíus, biblíuna, ljóð og margt fl. - en allt í rökréttu samhengi) sem annaðhvort fær áhorfandann til að hugsa eða kúgast úr leiðindum. Myndin vekur einnig upp ýmsar athyglisverðar spurningar varðandi hlutverk mannsins gagnvart vélum sem eru svo lík mannverum útlitslega að ekki er hægt að greina muninn. Svo eru líka ýmsar mennskar lífverur sem ganga um með innbyggðan tölvukubb í heilanum. Hvort sú vera telst almennt mennsk eða ekki er einnig merkileg spurning og aðeins ein af mörgum.
Þetta er tvímælalaust ekta elska hana/hata hana-mynd, og ljóst er að ekki allir munu taka eins vel á móti öllu heimspekingsflæðinu sem á sér stað. Að sumu leyti er hún svipuð forvera sínum, en á öðru stigi ekki. Einnig er smá vottur af Noir-stíl í þessu og tilvísanir í fyrri myndina (og þættina) finnast hér einnig en aðeins fyrir hina skörpustu áhorfendur til að koma auga á. Helsti galli þessarar myndar er líklega sá að hún verður örlítið langdregin á vissum stöðum (eitthvað sem fyrri myndin þjáðist ekki af. Ekki skrýtið, hún var rétt yfir 80 mínútur), og einhvern veginn fannst mér persónurnar oft taka fulllangar pásur inn á milli setninga, en hún skríður hjá því. Innocence er sem heild bara eitthvað sem allir sannir kvikmyndaunnendur ættu að tékka á. Þetta er svo miklu, miklu meira en hefðbundin anime teiknimynd. Pælingarnar á bakvið hana, sagan, flækjan, samtölin, mannlegi þátturinn, þetta er allt svo áhugavert og minnistætt, og því á myndin skilið að sópa til sín breiðari fjölda. Þetta er ekki mainstream mynd. Hún er hæg en missir aldrei þráðinn, spennandi en án þess að vera of hávær. Á þessu tiltölulega slappa kvikmyndaári nær hún að standa rækilega upp úr mínum huga, eitthvað sem ekki mjög margar myndir hafa gert hingað til.
8/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13