Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Whale Rider er einstök mynd fyrir alla fjölskylduna og verður örugglega með betri myndum árið 2004. Á Nýja Sjálandi til forna kom ættbálkur frá Hawaaiíkí (eða eitthvað svoleiðis)og foringi þeirra sem hét Paikea til landsins og þeir koma á hvalbökum. En í nútímanum er stelpa (Keisha Castle-Hughes) sem heitir líka Paikea og á heima í Nýja Sjálandi með afa sínum og ömmu en móðir hennar og tvíburabróðir dóu við fæðingu. Afinn er alltaf að reyna að halda gömlu siðinum uppi og gerir það með því að kenna strákunum gömlu siðina. En Paikea vill vera með en afinn leyfir það ekki en hún sannar að hún getur alveg haldið upp gömlu siðunum. Ég þakka Guði að myndin er laus við væmni! Keisha Castle-Hughes átti skilið Óskarsverðlaun fyrir leik sinn en hún var bara tilnefnd. En Whale Rider er mynd sem ég mæli með fyrir alla fjölskylduna.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
12. mars 2004