Aðalleikarar
Hér er á ferðinni framhaldsmynd sem bara átti að græða á. Þurrmjólka beljuna alveg til hins allra síðasta dropa. Handritið er bara alveg ómögulegt, ekkert vit í því. Fjallar um það að sonur Jakes klíkugæjinn er myrtur. Kærastan hans og yngri bróðir ákveða að hefna hans og fara í hina klíkuna (þetta minnir á Hells angels og Banditos) og ætla sér að fá höfðingja þeirrar klíku til að hjálpa sér. Svo fer sagan líka til Jakes sjálfs. Hann er að reyna vera betri maður og fer meira að segja á veiðar. Það er góður leikur í myndinni þeir sem hafa séð fyrri myndina ættu að taka hana ef þeir eru í virkilegum vandræðum með að velja spólu.
Þetta er framhald myndarinnar Eitt sinn stríðsmenn. Sú mynd var virkilega góð og vakti mikla athygli. Þessi mynd er nokkuð góð en fyrri myndin var mun betri meira röff. Þessi mynd er samt ansi góð, sama svarta kómedían og fyrri myndin. Allur leikur er á góðu plani, samt held ég að margir hér séu áhugaleikarar.