Náðu í appið
Öllum leyfð

Babe: Pig in the City 1998

(Babe 2)

Justwatch

Frumsýnd: 5. mars 1999

In the Heart of the City, a Pig with a Heart.

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 65% Critics
The Movies database einkunn 68
/100

Myndin fjallar um ævintýralegt ferðalag Badda til borgarinnar þar sem hann þarf að finna einhver ráð til að bjarga bóndabýlinu eftir að bóndinn slasast og verður ófær til vinnu, og kona hans verður að sjá ein um búið. Konan gerir sitt besta en á erfitt með að mæta kröfum bankans. Fljótlega þarf Esme Hoggett að fara til borgarinnar og Babe veldur þar... Lesa meira

Myndin fjallar um ævintýralegt ferðalag Badda til borgarinnar þar sem hann þarf að finna einhver ráð til að bjarga bóndabýlinu eftir að bóndinn slasast og verður ófær til vinnu, og kona hans verður að sjá ein um búið. Konan gerir sitt besta en á erfitt með að mæta kröfum bankans. Fljótlega þarf Esme Hoggett að fara til borgarinnar og Babe veldur þar óvart miklum vandræðum.... minna

Aðalleikarar


Yndislega góð mynd frábær fjölskyldumynd. Alveg magnað hvernig hægt er að láta dýrin vera svona raunvöruleg. Þessa mynd á öll fjölskyldan að horfa á saman. Þetta er ein besta mynd ársins það er ljóst. Ég lofa góðri kvöldstund.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hjartnæm ævintýramynd um smalagrísinn Babe sem neyðist til þess að fara með konu húsbónda síns í borgarferð til þess að safna peningum svo bjarga megi býlinu þeirra. Hlutirnir fara ekki sem skyldi, grísinn verður viðskila við eigandann og kemst í hann krappan þar sem stórborgin er ekki alltaf vingjarnlegur staður. Það var margt sem kom mér mjög á óvart við þessa mynd. Til að byrja með hafði ég alltaf álitið þetta vera fyrst og fremst barnamynd en það virðist hafa verið á misskilningi byggt því þetta er fyrst og fremst ævintýramynd sem allir ættu að geta haft gaman af, alveg sérstaklega dýravinir. Það mætti jafnvel ganga svo langt að segja að sum þemanna í myndinni væru ekki fyrir börn. Útlitslega séð er myndin stórkostleg. Þegar dýrin tala hreyfast varir þeirra í fullkomnu samræmi og sviðsmyndirnar eru fyrsta flokks. Skemmtilegt dæmi er útsýni af stórborginni þar sem látið er líta út fyrir að fræg mannvirki svo sem Eifell turninn, Golden Gate brúin, Empire State byggingin og fleiri séu öll í sömu borginni. Allt við þessa mynd er fyrsta flokks og ég hika ekki við að mæla með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.05.2021

Þessar framhaldsmyndir eru betri en þær fyrri

Kvikmyndalistformið hefur nú verið til í á annað hundrað ár og enn virðist fólk vera þeirrar skoðunar að framúrskarandi framhaldsmyndir séu fágætar. Góð framhaldsmynd er oftast nær verk sem byggir ofan á þa...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn