Náðu í appið
Öllum leyfð

Stuck on You 2003

Frumsýnd: 12. mars 2004

Brothers stick together

118 MÍNEnska

Bob og Walt eru tvíburabræður, sem deila ekki einungis mikilli lífsgleði, heldur einnig lifur. En þar sem þeir eiga gott með að vinna saman, þá háir það þeim ekki að vera símamstvíburar, fastir saman. En þegar draumar Walt um að slá í gegn sem leikari og feimni Bob, býr til árekstur milli þeirra, þá lenda þeir upp á kant hvor við annan. Ekki hjálpar... Lesa meira

Bob og Walt eru tvíburabræður, sem deila ekki einungis mikilli lífsgleði, heldur einnig lifur. En þar sem þeir eiga gott með að vinna saman, þá háir það þeim ekki að vera símamstvíburar, fastir saman. En þegar draumar Walt um að slá í gegn sem leikari og feimni Bob, býr til árekstur milli þeirra, þá lenda þeir upp á kant hvor við annan. Ekki hjálpar þegar vinkona Bob af internetinu kemur í bæinn, án þess að vita að kærastinn er fastur við bróður sinn, og hvað þá þegar Walt fær sinn eigin sjónvarpsþátt með Cher. ... minna

Aðalleikarar


Stuck on You er harla ágætis grínmynd með Matt Damon og Greg Kinnear í aðalhlutverki. Þessi mynd er svona með ágætan húmor og leikararnir eru alveg ágætir. Ég ætla ekki að segja mikið um þessa mynd en ég mæli með henni fyrir þá sem finnast gamanmyndir skemmtilegar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mynd sem olli töluverðum vonbrigðum. Það voru eitt og eitt atriði sem maður gat brosað(ekki hlegið)að og var það einfaldlega ekki nóg. En leikararnir stóðu sig ágætlega og þá sérstaklega Matt Damon. Farrelly-bræður sögðu um daginn að þeir ættu ennþá eftir að gera sína bestu mynd og sem aðdáandi þeirra vona ég að það sé rétt en þessi er allavega ekki góð upphitun hjá þeim. Persónulega hefði ég viljað sjá hana bara í sjónvarpinu...eða bara ekki sjá hana yfir höfuð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hmm já þessi mynd er nú alveg ágætis afþreing. Betri en viðbjóðurinn Shallow hall sem mér fanst ein versta mynd farrley bræðra.. En þessi mynd er lauslega um bræður sem eru fastir við hvorn annan, en einn vinnur við að flippa borgurum en hinn er að reina við sig í kvikmynda bransanum.


Þessi mynd er svona fyndinn á köflum en samt altaf svona sami brandarinn út í gegn, alltaf að mjólka þennan brandara um að þeir séu fastir svaman og svona..


Þetta er ekkert dumb and dumber..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég sá þessa mynd á spes Popp Tíví sýningu sem var fyrir 2 vikum. Ég skemmti mér mjög vel á þessari mynd. Matt Damon og Greg Kinnear eru góðir saman sem bræðurnir. Hún er samt ekki nálægt því jafn góð og fyrri myndir þeirra félaga, eins og Kingpin eða There's Something About Mary, en samt mikil skemmtun fyrir fólk á öllum aldri. Hún fær 3 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er svo sem ágætis skemmtun, en er ekki neitt rosalega góð. Hér er um að ræða mynd eftir Farrelly bræður sem gerðu t.d. There is somthing about Mary og Me, myself and irene. Þessi fjallar um síems-tvíbura sem búa í einhverju krummaskurði í Bandaríkjunum. Annarr þeirra á skyndibitastað en hinn er leikari. Þeir ákveða svo að fara til L.A. til þess að leyfa Walter (sem er leikarinn) að upfylla drauma sína um að leika eitthvað alvarlegra en bara einn á sviði í smábænum sem hann býr í. Þegar þangað er komið hitta þeir Cher sem leikur sjálfa sig og hún gefur honum hlutverk í þáttum sem hún leikur í og þá byrja hjólin að snúast fyrir þá félaga. Þetta er ekki besta mynd þeirra Farrelly bræðra, þó voru brandararnir fínir og maður hló alveg en þegar yfir er litið er þetta frekar slöpp mynd. Leikurinn hjá Matt Damon og Greg Kennyer var ágætur en hjá Cher var hann alveg hörmulegur og hefði myndin verið mun betri ef Cher væri ekki í henni, það var bara leiðinlegt þegar hún birtist á tjaldinu. Hún er búin að fara í svo margar strekkingar að manni líður illa að horfa á hana. Þau ykkar sem langar að sjá hana ráðlegg ég ykkur að bíða þangað til hún kemur út á leigu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

06.04.2020

Rómantískar gamanmyndir með veiruþema

Hvernig verður kvikmyndasagan skrifuð í kjölfar fordæmalausrar farsóttar á okkar tækniöld? Verður fólk þreytt á því að sjá bíómyndir um faraldur, aukinn náungakærleika og veirur eða siglir þetta allt í furðu...

13.04.2012

Gordon-Levitt eltist við sjálfan sig

Hjartaknúsarinn tapar brosi sínu og setur upp DeNiro-svipinn í fyrstu stiklunni fyrir væntanlega vísindaskáldskapstryllirinn Looper. Myndin er nýjasta ræman hans Rian Johnson, sem tókst að vekja mikla athygli gagnrýnenda á titi...

02.03.2011

Matt Damon talar um örlög - hafnaði Avatar

Stórleikarinn Matt Damon vinnur nú hörðum höndum að kynna nýjust mynd sína, spenutryllinn The Adjustment Bureau. Myndin fjallar um mann sem berst gegn örlögunum fyrir ástina, en í nýlegu viðtali við vefsíðuna Worst...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn