Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

A Man Apart 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 9. maí 2003

Love changes a man. Revenge tears him apart.

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 11% Critics
The Movies database einkunn 36
/100

Sean Vetter go Demetrius Hicks eru í fíkniefnalögreglunni og taka þátt í stríðinu gegn eiturlyfjum á landamærum Kaliforníu og Mexíkó. Þeir henta einkar vel í starfið þar sem þeir ólust upp á götunni og voru sjálfir öfugu megin laganna, áður en þeir urðu löggur. Löggan nær nú einum aðal fíkniefnasalanum, "Memo" Lucero, og fangelsa hann í Bandaríkjunum,... Lesa meira

Sean Vetter go Demetrius Hicks eru í fíkniefnalögreglunni og taka þátt í stríðinu gegn eiturlyfjum á landamærum Kaliforníu og Mexíkó. Þeir henta einkar vel í starfið þar sem þeir ólust upp á götunni og voru sjálfir öfugu megin laganna, áður en þeir urðu löggur. Löggan nær nú einum aðal fíkniefnasalanum, "Memo" Lucero, og fangelsa hann í Bandaríkjunum, en þá tekur annar stórlax, Diablo, yfir markaðinn og nú þurfa Vetter og hans lið að einbeita sér að honum. En þegar eiginkona Vetter er drepin í árás sem Diablo skipulagði, þá leitar Vetter hefnda og þarf að fá hjálp frá tugthúslimnum Lucero, til að ná til Diablo. En á leiðinni, þá þurfa þeir Vetter og Hicks að vinna sig upp keðjuna, en hefndarþorsti Vetter gerir þeim erfitt fyrir. ... minna

Aðalleikarar


Leiðinlega langdregið svæfandi óþarfa ógeðslega illa gerða steyndauða bull. Það bara gerist ekkert í þessari mynd. Vin Diesel missir konuna sína og fer þá að reykja og að reyna að gera eitthvað til að þurfa að gera ekki eitthvað annað. Þetta er það eina sem að ég veit um þessa mynd því að ég nennti ekki að horfa á hana. Var bara heppinn að hún var í sjónvarpinu þannig að ég gat flakkað á milli stöðva og þess vegna veit ég ekki neitt um hana. Nafnið á myndinni er mér ráðgata, þar sem að ég fatta ekki hvernig hann getur hafa verið á milli einhverra manna. Hann gerði ekki nokkurn skapaðan hlut.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sean Vetter (Vin Diesel) er eiturhörð fíkniefnalögga sem hefur verið að eltast við Memo Lucero, höfuðpaur mexíkónsku fíkniefnamafíunnar, síðust 7 ár. Loks hefur hann uppi á honum og kemur honum á bak við lás og slá. Það á eftir að hafa skelfilegar afleiðingar fyrir Vetter því nokkrum mánuðum seinna er ráðist inn á heimili hans. Í þessari árás særist Vetter en konan hans deyr. Hann einsetur sér að hafa uppi á þeim sem bera ábyrgð á þessu. Hefndin keyrir hann áfram og dregur hann inn í innsta hring fíkniefnaheimsins. A Man Apart er þokkaleg kvikmynd sem heldur áhorfandanum við efnið allan tímann. Vin Diesel er í burðarhlutverki og ferst það nokkuð vel úr hendi. Hann er svo sem ekkert sérstakur leikari en það er bara eitthvað við hann sem gerir hann afskaplega trúverðugan í hvaða hlutverki sem hann tekur sér fyrir hendur. A Man Apart er frekar þung spennumynd þar sem meira er horft á persónur heldur en hasar. Aukaleikararnir eru lítt sýnilegir þar sem ofurkapp er lagt á persónu Vin Diesels. En A Man Apart er þokkalegasta mynd sem óhætt er að mæla með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Því miður....eða nei, mér er ekkert miður fyrir að gefa henni svona fáar stjörnur. Alls ekkert.

Vin Diesel hefur mér alltaf þótt vera leikari sem langar að verða töffari en er það bara hreynt ekki í þeim myndum sem hann hefur verið í. xXx fannst mér hann ganga af göfflunum með töffara stælana, það var OF mikið af þeim, og oftast komust þeir hreynlega ekki almennilega til skila.

En þessi mynd gerði útslagið. Þetta er mynd sem bætti engu betra við töffara hetjuna.

Drama í gegn með örlitlum hasar og húmor, með hræðilega illa völdum leikara í aðalhlutverki. Ekki að hann sé lélegur leikari, það var bara valið á því hver átti að vera í aðalhlutverki sem er hreynlega rugl. Kannski voru höfundarnir að reyna að búa til einhvern nýjan stíl á hasarmyndum, ég veit það ekki, en það heppnaðist ekki vel.

Tilfinningasenurnar voru mér ofviða, það munaði litlu að ég hefði hlegið. Sérstaklega hvernig vinur hans var alltaf að vorkenna honum eins og barni.

Ég held að fólkið sem stóð á bak við þessa mynd hafi ekki fattað það að svona miklar tilfinningasenur hefur maður ekki í HASAR mynd.

En Vin diesel var í betri kanntinum í atriðunum sem HÆFÐU honum, s.s. hasarinn!

En annars ágætur söguþráður og húmorinn fínn, leikararnir mjög fínir, 2 stjörnur þó ótrúlegt megi virðast.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er með þeim lélegri sem ég hef séð núna nýlega, Vin Diesel er ekki hin besti leikari enn þessi mynd er flott og fín afþreying, enn hálfgert flopp, lélegur leikur og léleg saga.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er óhætt að segja að Vin Diesel standi sig alltaf vel sem harði töffarinn í heilalausu afþreyingunum. Hann stendur sig með prýði í þessari mynd og það vottar meira að segja af leikhæfileikum í manninum en þó ekki það mikið að það lyfti honum á annan stall en að hann hefur verið stimplaður. Sagan er þokkaleg en handritið er alls ekki gallalaust og skilur eftir göt sem þyrfti að fylla í. Engu að síður er myndin hin besta skemmtun, heilalaus en hvaða máli skiptir það maður býst ekki við neinu öðru þegar maður fer á hasarmyndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

27.12.2017

Bankarán í Los Angeles

Ný stikla hefur verið opinberuð úr glæpamyndinni Den of Thieves. Kvikmyndin verður frumsýnd hér á landi þann 26. janúar næstkomandi. Gerald Butler fer með aðalhlutverkið í myndinni en hann leikur sérsveitarmanninn Nick Fla...

23.08.2014

London fellur leikstjóri ráðinn

Spennutryllirinn Olympus Has Fallen var hin þokkalegasta mynd, spennandi og skemmtileg. Í myndinni er sagt frá fyrrum leyniþjónustumanni í þjónustu forsetans, sem berst við hryðjuverkamenn í Hvíta húsinu ( ekki rugla h...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn