Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Ransom 1996

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. desember 1996

Someone is going to pay.

121 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 74% Critics
The Movies database einkunn 60
/100
Mel Gibson var tilnefndur til Golden Globe fyrir leik í aðalhlutverki.

Tom Mullen er milljarðamæringur. Hann lagði hart að sér við að byggja upp viðskiptaveldi sitt. Hann á frábæra fjölskyldu. Einn daginn er syni hans rænt. Hann er tilbúinn að borga lausnargjaldið, en ákveður að hringja í alríkislögregluna, FBI. Hann ákveður að fara sjálfur með lausnargjaldið til að endurheimta son sinn, en þegar hann er um það bil... Lesa meira

Tom Mullen er milljarðamæringur. Hann lagði hart að sér við að byggja upp viðskiptaveldi sitt. Hann á frábæra fjölskyldu. Einn daginn er syni hans rænt. Hann er tilbúinn að borga lausnargjaldið, en ákveður að hringja í alríkislögregluna, FBI. Hann ákveður að fara sjálfur með lausnargjaldið til að endurheimta son sinn, en þegar hann er um það bil að afhenda það þá fer eitthvað úrskeiðis. Ræninginn hringir aftur í hann og skipuleggur annan afhendingarstað. Á leiðinni þangað ákveður Mullen skyndilega að þar sem sonur hans hljóti að vera látinn hvort eð var, að fara frekar í sjónvarpið og segja þar að lausnargjaldið sé nú orðið verðlaunafé fyrir hvern þann sem getur vísað á mannræningjann. ... minna

Aðalleikarar


Ransom er algjör toppmynd og spennutryllir eins og þeir gerast bestir auk þess sem hún skartar einum vinsælasta leikara samtímans, Mel Gibson, í aðalhlutverki, en auk Gibsons leika þau Rene Russo, Gary Sinise og Brawley Nolte "syni leikarans Nick Nolte" einnig í myndinni undir leikstjórn Ron Howard. Auðkýfingurinn Tom Mullen og eiginkona hans lenda í verstu martröð lífs síns þegar ungum syni þeirra er rænt. Mullen fær senda í pósti mynd af syninum bundnum og kefluðum ásamt kröfum um margar milljónir dollara í lausnargjald. Mullen er nauðugur einn kostur að verða við þessum kröfum enda er ljóst að mannræningjarnir eru til alls vísir. En þegar afhenda á lausnarféð fer eitthvað úrskeiðis og skotbardagi brýst út. Í framhaldinu ákveður Mullen að taka þá mestu áhættu sem hann hefur nokkurn tíma í lífi sínu tekið. Hann kemur fram í sjónvarpi og í stað þess að fallast á kröfur ræningjanna leggur hann allt féð til höfuðs þeim. Með þessu er hann án nokkurs vafa að tefla lífi sonar síns í tvísýnu, enda mætir þessi ákvörðun mikilli andstöðu bæði eiginkonu hans og lögreglunnar. En Mullen er vanur að standa fast við ákvarðanir sínar og treystir á spil sín þrátt fyrir að þau geti engan vegin talist góð. Þar með hefst hreint æsispennandi framvinda sem rígheldur áhorfendum við efnið allt til endalokanna. Mjög vönduð og einkar vel leikin úrvalsmynd sem ég gef þrjár og hálfa stjörnu og mæli ég ennfremur eindregið með henni við alla kvikmyndaunnendur
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er ekki oft, sem endurgerðirnar reynast betri en frumgerðirnar, en óhætt er að segja, að í þessu tilfelli hafi kvikmyndagerðarmanninum Ron Howard tekist það. Ransom er hin fínasta afþreying og Mel Gibson öflugur í hlutverki auðkýfingsins, sem segir mannræningjum sonar síns stríð á hendur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn