Náðu í appið
Gremlins
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Gremlins 1984

Aðgengilegt á Íslandi

Here they grow again.

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 85% Critics
The Movies database einkunn 7
/10
The Movies database einkunn 70
/100

Myndin segir frá því þegar strákur í ógáti, brýtur þrjár mikilvægar reglur varðandi nýja krúttlega gæludýrið sitt, og leysir úr læðingi hjörð meinfýsinna og ógeðfelldra lítilla skrýmsla. Reglurnar eru eftirfarandi: 1. Ekki láta þau komast nálægt björtu ljósi. 2. Ekki láta þau blotna. 3. Og aldrei, aldrei gefa þeim að borða eftir miðnætti.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Svipaðar myndir


Gagnrýni (3)


Rule Nr. 1: It hates bright light. Rule Nr. 2: Don't give it water to drink, or give him a bath. And the 3rd and most important rule: Don't ever feed him after midnight. Örugglega ein eftirminnilegasta lína Gremlins. Gremlins er gamanmynd sem stendur tímans tönn og getur maður glápt á þessa ræmu aftur og aftur og aftur. Hún er ógeðslega fyndin, mjög spennandi, vel skrifuð og frumleg. Og svo eru Gremlinsarnir fyndnir hver á fætur öðrum. Einnig er Gizmo algjört krútt. Hika ekki við að segja að þetta er besta mynd sem Joe Dante hefur gert á sínum ferli. Totally 4 stjarna virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Margir segja að Gremlins 1 sé miklu lélegri en númer 2. En mér finnst 1 miklu betri. Hún er fyndnari,frumlegri og er bara betri! Frekar misheppnaður uppfinningamaður fer í Kínahverfið í leit að jólagjöfum fyrir son sinn. Hann finnur litla kínverska antíkbúð og þar kaupir hann lítið sætt skrímsli sem heitir Gizmo. Strákurinn verður að fara eftir nokkrum reglum því að Gizmo má ekki blotna,borða eftir miðnætti eða sjá sólarljós. En því miður bleytist hann og þá koma önnur svona skrímsli og gera ringulreið í bænum. En myndir úr smiðju Spielbergs eru alltaf góðar og þessi er með þeim betri. Snilldarmynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hver segir að skrímsli séu ekki til, ok ég veit að ég hljóma eins og í Aliens (Alien 2). En hver segir að skrímsli hafi ekki húmor. Eins og ég vitna í Jeff Glomblum sem lék Ian Malcom þegar hann sagði þetta: First it is ohh vaah, then you start running and screaming. Það er það sama með þessa mynd. Nema hvað áhorfendur skellihlæa þegar þeir skemmta sér yfir tilburðunum í skepnunum. Aðalhetjan Billy, fær í hendur Mogwai sem hann kallar Gismo. Með honum fylgdu þrjár reglur sem urðu fyrir slysni (kannski) brotnar. Úr því kom, sem flugvélamenn kalla Gremlins (púkar í flugvélum). Gremlins hafa ekki aðeins endalausa þörf til að eyðileggja eins og flestar skepnur heldur hafa þeir líka það sem fáar skepnur hafa, húmor og smekk fyrir teiknimyndum. Ég mæli með því að fólk fari á myndinna, það er hin besta skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Myndir í sömu seríu
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn