Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

Chicago 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 7. febrúar 2003

With the right song and dance, you can get away with murder.

113 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 86% Critics
The Movies database einkunn 81
/100
Vann sex Óskarsverðlaun, sem besta mynd, bestu búningar, besta hljóð, besta klipping, Catherine Zeta-Jones besta leikkona í aukahlutverki og besta listræna stjórnun.

Sögusvið myndarinnar er Chicago í kringum 1920, áfengið flæðir og djazzbúllur eitra hugi borgarbúa. Roxie Hart er húsfrú sem hefur stóra drauma um að slá í gegn það sem djazzsöngvari og verða stjórstjarna eins og Velma Kelly. Kaldhæðni örlaganna leiðir til þess að þær lenda í sama fangelsi, Roxie fyrir að drepa hjásvæfu sína og Velma fyrir að myrða... Lesa meira

Sögusvið myndarinnar er Chicago í kringum 1920, áfengið flæðir og djazzbúllur eitra hugi borgarbúa. Roxie Hart er húsfrú sem hefur stóra drauma um að slá í gegn það sem djazzsöngvari og verða stjórstjarna eins og Velma Kelly. Kaldhæðni örlaganna leiðir til þess að þær lenda í sama fangelsi, Roxie fyrir að drepa hjásvæfu sína og Velma fyrir að myrða systur sína og eiginmann. Illt er í efni, og einungis einn lögmaður í allri Chicago getur sýknað kvenmorðingja eins og að drekka vatn - Billy Flynn, konungur réttarsalarins. Velma og Roxie berjast um hylli Flynns og hylli almennings.... minna

Aðalleikarar

Söngleikur eins og þeir gerast bestir
Chicago er einn vinsælasti söngleikur allra tíma og hefur verið settur upp víða um heim m.a. á Íslandi. Myndin er eiginlega alveg eins og söngleikurinn og er alveg frábær skemmtun.

Chicago fjallar um fangelsi þar sem flestar konurnar eru morðkvendi sem þykjast vera saklausar til að komast hjá dauðarefsingu. Meðal þeirra er Velma (Catherine Zeta Jones) sem að hafði áður komið fram en er nú fræg fyrir frábæran lögfræðing sem er alveg að fara að koma henni út.

En einn daginn kemur nýr viðskiptavinur hjá lögfræðingnum og nær í alla athygli fjölmiðla en það er Roxy (Renée Zellweger) sem skaut mann sem hún var að halda við. Þessar konur keppast um athygli hjá fangaverðinum Queen Latifah, lögfræðingnum Richard Gere og fjölmiðlum og verður keppnin grimm.
Með frábærum söngum og dönsum verður myndin alveg eins og á broadway og skemmta sér allir yfir öllu jazzinu.

Myndin er ein af fáum söngleikjamyndum sem nær að skila sér sem heild eins og bíómynd. Áhorfandi skemmtir sér vel yfir öllum söngvunum og dansatriðunum en er söguþráðurinn nægur til að bera hana líka uppi. Hún vann fjölda verðlauna m.a. Óskarinn, Chicago er mynd sem allir söngleikja-áhugamenn ættu að horfa á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Meistaraverk á vel við kvikmyndina Chicago. Allt virkar hér: Mjög flott búningahönnun, flottar og vel stílfærðar danssenur, sviðin sem notuð eru í myndinni glæsileg, saga og handrit frábært, listræn leikstjórn í toppklassa, hljóðvinna frábær og lífgar tónlistina alveg í myndinni, kvikmyndataka frábær, leikstjórn Rob Marshall brilliant og svo eru þær stöllur Catherine Zeta-Jones(Óskarinn 2003, verðskuldað) og Renée Zellweger stórkostlegar í hlutverkum sínum, auk frábær her af aukaleikurum gera Chicago eina af bestu söngmyndum ever og fetar vel með myndum eins og Moulin Rouge og The Sound of Music. Ein besta mynd 2003, alveg hiklaust.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Chicago kom mér skemtilega á óvar og eru sönglekir að ná sínu striki. Ég hélt áður en ég sá Chicago að þetta væri bara einhver bull mynd en annað kom í ljós. Það sem er best við hana er að söguþráðurinn er vel út skýrðu en ég ælla ekki að fara út í það nánar til að eiðilegja ekki myndina fyrir þeim sem ekki hafa séð hana. Renée Zellweger á fínan leik en mér finnst samt Catherine Zeta-Jones standa sig bestí myndini enda vann hún Óskarsverðlaunin fyrir myndidna. Richard Gere er frábær eins og Queen Latfah og einig er Christine Baranski frábær. Þanneig að ég hvet alla til að fara að sjá Chicago ef þeir vilja horfa á skemmtilega og góða mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég get því miður ekki verið sammála öllu því fólki sem hefur skrifað hér á þessa síðu og gefið þessari mynd 3-4 stjörnur, ég er alveg viss um að því hefur verið mútað fyrir það. Chicago er einfaldlega ein sú leiðinlegasta mynd sem ég hef á ævi minni séð, hvert söngatriðið tekur við af öðru. Maður bíður í örvæntingu eftir því að einhvert leiðindar söngatriðið endi en um leið og það endar þá tekur bara það næsta við. Það er ekki nóg með að þessi söngatriði séu langdregin heldur eru lögin alveg hrillilega leiðinleg. Ég myndi frekar fleygja peningunum út um gluggan en að eyða honum í þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er algjört augnakonfekt, hún er mjög skemmtilegt en er svolítið leikhúsleg sem mér finnst alveg fínt. Það eru mörg atriði skemmtileg og vel leikin. ég mæli hiklaust með því að þeir sjái hana sem hafa gaman af góðri tónlist og vel leikinni mynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn