Náðu í appið
Bönnuð innan 6 ára

Midnight in the Garden of Good and Evil 1997

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 20. mars 1998

Welcome to Savannah, Georgia. A City Of Hot Nights And Cold Blooded Murder.

155 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 50% Critics
The Movies database einkunn 57
/100

Myndin fjallar um morð og síðan réttarhöldin yfir Jim Williams: athafnamanni, listaverkasafnara, antík sölumanni, bóhem og homma sem var hálfur inni í skápnum. John Kelso, blaðamaður, er staddur í Savannah innan um fallegan arkitektúrinn og ýmis furðulegheit, að skrifa grein um eina af frægum jólaveislum Williams. Hann heillast af Williams allt frá upphafi en... Lesa meira

Myndin fjallar um morð og síðan réttarhöldin yfir Jim Williams: athafnamanni, listaverkasafnara, antík sölumanni, bóhem og homma sem var hálfur inni í skápnum. John Kelso, blaðamaður, er staddur í Savannah innan um fallegan arkitektúrinn og ýmis furðulegheit, að skrifa grein um eina af frægum jólaveislum Williams. Hann heillast af Williams allt frá upphafi en forvitni hans er trufluð þegar hinn ofbeldisfulli, ungi og kynþokkafulli elskhugi, Billy kemur til sögunnar. Síðar um kvöldið þá er Billy látinn, og Kelso ákveður að dvelja áfram í bænum til að fjalla um morðréttarhöldin. Hann kynnist ótemjunni Lady Chablis, sem er dragdrottning og gamanleikkona, einnig kynnist hann Sonny Seiler sem er lögfræðingur Williams, en hundurinn hans er frægur fyrir að vera lukkudýr Georgia Bulldogs. Þá kemur við sögu skrýtinn maður sem er með flugur í bandi sem er fast við kragahornið hans og hann hótar daglega að menga vatnið.... minna

Aðalleikarar


Hrein snilld. Leikararnir allir frábærir, þar ber helst að nefna Kevin Spacey sem er helvíti flottur í hlutverki 'nouveau riche' listaverkasala í Suðurríkjum BNA. Kynklæðskiptingurinn Lady Chablis leikur sjálfa sig á óaðfinnanlegan hátt. John Cusack er flottur, og Alison Eastwood er bara drullugóð, þó svo hún sé dóttir leikstjórans. Allur 'dialog'-inn er frábær, sérstaklega samræður Cusack og Spacey, að ógleymdum línum Lady Chablis.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Midnight in the garden of good and evil er frábærlega vel gerð, vel leikin og vel leikstýrð mynd. Kevin Spacey er náttúrulega frábær eins og vanalega og ekki er John Cusack verri. Þetta er mynd fyrir þá sem fíla góðar myndir og þá sem fíla Kevin Spacey. Ég mæli pottþétt með þessari snilldarmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er óskarsverðlaunaleikstjórinn Clint Eastwood sem leikstýrir þessari vönduðu mynd sem byggð er á samnefndri metsölubók eftir John Berendt og segir frá afar flókinni rannsókn á enn flóknara morðmáli í borginni Savannah í Georgíu-fylki. Með aðalhlutverkin fara óskarsverðlaunaleikarinn Kevin Spacey og John Cusack, og hefur myndin víðast hvar fengið mjög góða dóma gagnrýnenda, ekki síst vegna frábærrar frammistöðu aðalleikaranna. John Kelso (Cusack) er ungur og metnaðarfullur blaðamaður á tímariti í New York. Dag einn er hann sendur til borgarinnar Savannah í Georgíu til að skrifa grein um árlegt jólaboð sem auðkýfingur nokkur, Jim Williams (Spacey), er þekktur fyrir að halda og er frægt af endemum. Fljótlega eftir komuna til borgarinnar hittir Kelso ýmsar persónur sem koma honum einkennilega fyrir sjónir svo ekki sé meira sagt. Þeirra á meðal er gestgjafinn sjálfur, Williams. Hann hittir marga furðufugla sem hver um sig gæti allt eins verið efniviður í heila grein en málin taka óvænta stefnu þegar jólaboðið sjálft fer fram. Það endar nefnilega með morði á ungum samkynhneigðum manni og sá sem tekur í gikkinn er enginn annar en Williams sjálfur. Þetta leiðir til þess að Kelso framlengir dvöl sína í borginni til að fylgjast með réttarhöldunum um leið og hann tekur sjálfur að rannsaka ýmsa þætti málsins. Í þeirri rannsókn kemst hann að því að hér er svo sannarlega ekki allt sem sýnist. Góð kvikmynd sem skartar mörgum úrvalsleikurum t.a.m. Kim Hunter (sem hlaut óskarinn 1951 sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í "A Streetcar Named Desire"), Jude Law, Jack Thompson, Irma P. Hall, Lady Chablis og Alison Eastwood (dóttir leikstjórans). Ágætis afþreying sem allir ættu að geta notið meðan hún stendur, eini galli hennar er lengdin, það hefði auðveldlega mátt klippa eitthvað af henni. Ágætasta skemmtun engu að síður, einkum fyrir aðdáendur Kevin Spacey og hörkutólsins Clint Eastwood. Allir ættu samt að njóta hennar
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn