Midnight in the Garden of Good and Evil
1997
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 20. mars 1998
Welcome to Savannah, Georgia. A City Of Hot Nights And Cold Blooded Murder.
155 MÍNEnska
51% Critics
65% Audience
57
/100 Myndin fjallar um morð og síðan réttarhöldin yfir Jim Williams: athafnamanni, listaverkasafnara, antík sölumanni, bóhem og homma sem var hálfur inni í skápnum.
John Kelso, blaðamaður, er staddur í Savannah innan um fallegan arkitektúrinn og ýmis furðulegheit, að skrifa grein um eina af frægum jólaveislum Williams. Hann heillast af Williams allt frá upphafi... Lesa meira
Myndin fjallar um morð og síðan réttarhöldin yfir Jim Williams: athafnamanni, listaverkasafnara, antík sölumanni, bóhem og homma sem var hálfur inni í skápnum.
John Kelso, blaðamaður, er staddur í Savannah innan um fallegan arkitektúrinn og ýmis furðulegheit, að skrifa grein um eina af frægum jólaveislum Williams. Hann heillast af Williams allt frá upphafi en forvitni hans er trufluð þegar hinn ofbeldisfulli, ungi og kynþokkafulli elskhugi, Billy kemur til sögunnar. Síðar um kvöldið þá er Billy látinn, og Kelso ákveður að dvelja áfram í bænum til að fjalla um morðréttarhöldin.
Hann kynnist ótemjunni Lady Chablis, sem er dragdrottning og gamanleikkona, einnig kynnist hann Sonny Seiler sem er lögfræðingur Williams, en hundurinn hans er frægur fyrir að vera lukkudýr Georgia Bulldogs. Þá kemur við sögu skrýtinn maður sem er með flugur í bandi sem er fast við kragahornið hans og hann hótar daglega að menga vatnið.... minna