Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefna

The Blind Side 2009

Frumsýnd: 12. mars 2010

Based on the extraordinary true story

129 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 66% Critics
The Movies database einkunn 53
/100

Sagan af Michael Oher, heimilislausum dreng, sem varð bandarísk fótboltahetja, eftir að umhyggjusöm kona og fjölskylda hennar tóku hann að sér og ólu hann upp.

Aðalleikarar

Notaleg en auðgleymd
Ef Precious er of þung fyrir þig þá er mjög hentugt að vera með mynd eins og The Blind Side við hendi. Þetta er nánast alveg eins saga (með sömu skilaboð og allt!) nema mýkri, fjölskylduvænni og skemmtilegri til áhorfs. En það þýðir auðvitað það að kraftinn sem einkenndi Precious er hvergi að finna, en þegar uppi er staðið er þetta voða notaleg "feel good" mynd sem mun svínvirka á marga og fá jafnvel suma til að gráta gleðitárum. Ég gerði það samt ekki. Af hverju? Því mér finnst ég hafa séð þessa "underdog" sögu áður, og gerða betur.

Það sem ég er mest þakklátur fyrir er hvernig þessi mynd nær að forðast það að vera viðbjóðslega væmin. Sagan býður svo sannarlega upp á það, en leikstjórinn hafði greinilega vit á því að forðast það. Myndin er líka nógu vel leikin til að við kaupum hverja einustu senu án þess að hringhvolfa augunum. Ég verð reyndar að setja stórt spurningarmerki við það hvort að Sandra Bullock átti heila gullstyttu skilið fyrir leik sinn hérna (hún var góð, en ekki SVONA góð), en miðað við hvað hún hefur leikið í mörgum slæmum myndum er erfitt að telja The Blind Side ekki vera einn af hápunktum hennar. Quinton Aaron fannst mér ekki vera neitt síðri. Hann fær áhorfandann strax á sína hlið með viðkunnanlegri og pínu dapurlegri frammistöðu sem hittir beint í mark. Hvolpaaugun hans sjá til þess.

Myndir eins og The Blind Side eru gerðar fyrir saumaklúbba, mæðgur og Hallmark-rásina, og ég er ekki að meina það á neikvæðan hátt. Það er bara þannig. Myndin er að vísu fullklisjukennd og venjuleg fyrir minn smekk. Mér fannst fínt að horfa á hana en hún snerti aldrei neitt rosalega við mér. Og þó svo að þetta sé sönn saga hefði alveg verið hægt að búa til dýpri karakterstúdíu út úr þessu öllu í stað þess að fara öruggu leiðina með efnið. En eins og ég segi, ef þú tilheyrir ofannefndum hópum þá skaltu ekki hika við það að kíkja á þessa mynd. Strangtrúaðir kvikmyndaunnendur eru beðnir um að leita aðeins lengra.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

10.11.2017

Bullock með 11 tíma málþóf

Gravity leikkonan Sandra Bullock mun leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Let her Speak, en kvikmyndin fjallar um öldungadeildarþingmanninn Wendy Davis frá Texas, en 11 klukkustunda langt málþóf hennar hjálpaði til við ...

08.12.2016

Kvikmyndaframleiðandinn The Weinstein Company announced that writer/director John Lee Hancock’s upcoming feature The Founder, will premiere in theaters today, December 7, 2016 at the Arclight Hollywood for a 1-week awards qualifying...

21.04.2016

Ris McDonald´s hamborgaraveldisins - Fyrsta stikla!

Michael Keaton, sem leikið hefur aðalhlutverkið í báðum myndunum sem fengið hafa Óskarsverðlaun sem besta mynd sl. 2 ár, Birdman og Spotlight, er mættur aftur í fyrstu stiklu fyrir The Founder, mynd um manninn sem gerði McDonald´s hambor...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn