Náðu í appið

Tape 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Some things can't be erased

86 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 77% Critics
The Movies database einkunn 71
/100

Myndin er byggð á leikriti fyir þrjár persónur, og gerist alfarið í herbergi númer 19 á lélegu hóteli í Lansing, Michigan, sem Vince er með á leigu, en hann er skapillt partýdýr og dópsali, sem fær heimsókn frá gömlum vini úr miðskóla, Jon, sem er heimildarmyndagerðarmaður, en þeir fara síðan að rifja upp gamla tíma. Vince tekur upp samtal þeirra... Lesa meira

Myndin er byggð á leikriti fyir þrjár persónur, og gerist alfarið í herbergi númer 19 á lélegu hóteli í Lansing, Michigan, sem Vince er með á leigu, en hann er skapillt partýdýr og dópsali, sem fær heimsókn frá gömlum vini úr miðskóla, Jon, sem er heimildarmyndagerðarmaður, en þeir fara síðan að rifja upp gamla tíma. Vince tekur upp samtal þeirra en þar kemur fram m.a. að Vince hafi nauðgað gamalli kærustu sinni Amy á stefnumóti þeirra, en hún birtist svo og samtalið og rifrildið heldur áfram og deilt er um hvað er satt og hvað er skáldskapur.... minna

Aðalleikarar

Týnd perla
Myndir eins og Tape eru eins fráhrindandi fyrir mainstream-hópa og kvikmyndir gerast. En þið sem að vitið eitthvað um þekktustu verk leikstjórans Richard Linklater, þið ættuð svosem að vera meðvituð um það að hann gerir yfirleitt mjög "öðruvísi" myndir.

Tape er t.d. alls ekki ólík Before Sunset að því leyti að myndin gerist öll í rauntíma og spilast út eins og ein löng samtalssena. Hún styðst líka einungis við frammistöður (og samspil) leikarana og handritið til að haldast á floti. Hvort tveggja í þessu tilfelli er framúrskarandi. Linklater er algjör snillingur þegar kemur að því að kafa út í mannleg samskipti og þá spennu sem að getur myndast í einföldum samtölum. Hann er mikið þekktur fyrir raunsæi og er með öllum líkindum hæfileikaríkasti "indie" leikstjórinn starfandi í dag. Verst að mainstream myndir hans (þ.e. The School of Rock, Bad News Bears og Fast Food Nation) hafa ekki komið út á sama kaliberi og litlu myndirnar (sbr. Slacker, Waking Life, Before.. myndirnar o.fl.).

Eitt sem einkennir Tape hvað mest er hversu áberandi ódýr hún er. Myndin var tekin upp á 6 dögum á litlar stafrænar myndavélar (ekki HD vélar, heldur venjulegar DV vélar), sem setur auðvitað frekar hrátt útlit á myndina og það tekur smá tíma að venjast því. Þetta útlit hins vegar skapar smátt og smátt virkilega áhrifaríkt andrúmsloft og skapar meira raunsæi í kjölfarið.

Leikararnir láta þetta líka allt saman ganga upp. Ethan Hawke og Robert Sean Leonard eru sameinaðir á ný 12 árum síðan Dead Poets Society kom út og eru báðir hátt í frábærir. Leonard er alveg yndislega yfirborðskenndur meðan að Hawke leikur eitt mesta skítseiði sem sést hefur í indie-mynd. Uma Thurman er auðvitað hvergi síðri og saman mynda þau eftirminnilegt þríeyki.

Myndin er allan tímann lúmskt grípandi og endirinn er sömuleiðis alveg brilliant. Þetta er ein af þessum myndum sem alltof fáir hafa séð, og mér finnst hún vel eiga skilið að fá ákveðinn költ status. Ef að þið farið út á leigu og viljið taka séns á einni gamalli (ef að 2001 telst sem gamalt þ.e.a.s. Kræst hvað tíminn líður hratt!), ekki hika við það að grípa Tape ef þið sjáið hana í hillunni.

8/10 - Skylduáhorf fyrir aðdáendur sjálfstæðra mynda.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Tape er gott dæmi um frekar metnaðarlausa og ódýra mynd með ágætum leikurum á borð við Ethan Hawke og Uma Thurman. Myndin er öll tekin handheld og er hún undir sterkum áhrifum frá hinum danska dogma stíl. Myndin gerist öll í einu mótelherbergi og er hægt að segja að hún sé ekki mjög áhugaverð en nokkuð góður leikur sérstaklega hjá Hawke bjargar henni fyrir horn en hún er samt ekki nema tveggja stjörnu virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

14.09.2016

Nýtt í bíó - Don´t Breathe!

Sena frumsýnir spennutryllinn Don't Breathe á föstudaginn næsta, þann 16. september í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói, Akureyri. Sjáðu íslenska auglýsingu fyrir myndina hér fyrir neðan: Rocky er ung kona...

14.05.2016

Gera Lé níræður og áttræður

Óskarstilnefndi leikstjórinn Richard Linklater hefur unnið með nokkrum leikurum í fleiri en einni mynd, fólki eins og Jack Black (School of Rock, Bernie), Matthew McConaughey (Dazed and Confused, Bernie) og svo auðvitað Boyhood Óskarsverðlaunahafanum...

09.03.2016

Það er líf eftir dauðann

Sex Tape leikarinn Jason Segel hefur tekið við hlutverki sem upphaflega var í höndum Nicholas Hault í nýrri vísindaskáldsögu, The Discovery, sem er að byrja í tökum. Aðalkvenhlutverkið leikur Rooney Mara. The One I Lov...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn