Hin heimsfrægi leikstjóri, Martin Scorsese, er hér kominn með enn eitt meistaraverkið sitt. Myndin vakti nokkura athygli fyrir það að vera tekinn upp á gamla mátann. Þ.E. risastórar sviðsmyndir og margir aukaleikarar, etc. Gangs of NY hefst árið 1846 þar sem tvær aðalklíkur New York borgar, The Natives og Dead Rabbits berjast um hverfið The Five Points. Dead Rabbits eru írskir innflytjendur, en The Natives eru innfæddir menn. Undir lok bardagans hittast foringjar hvost klíku, 'Priest' Vallon og Bill 'The Butcher' Cutting. Það endar með því að Vallon deyr og The Five Points er nú undir stjórn Bill Cuttings og klíku hans. Sonur Vallons, Amsterdam, sleppur burt og endar í fangelsi. 16 árum síðar, 1863, snýr Amsterdam aftur til The Five Points. Þar hittir hann gamlan vin, Johnny að nafni og verða þeir félagar þar á eftir. Eftir að Amsterdam hittir Bill þá byrjar hann á ráðabruggi sínu um að koma Bill fyrir kattarnef. Myndin er prýdd stóru stjörnuliði leikarar. Þar má nefna: Daniel Day-Lewis (Bill the Butcher), Leonarndo DiCaprio (Amsterdam), Cameron Diaz (Jenny), Jim Brodabent (Boss Tweed), Henry Thomas (Johnny), Liam Neeson ('Priest Vallon') og Brendan Gleeson (Monk). Öll tæknivinnnan á bakvið myndavélina er (eins og í flest öllum Scorsese-myndum), fyrsta flokks. Allir leikarar eru að standa sig með prýði. Daniel Day-Lewis er algerlega óþekkanlegur í gervi sínu sem Bill og Leo DiCaprio stendur sig alveg ágætlega. Tónlistin er alveg fín og búningarnir er alveg FULLKOMNIR! En allavega, frábær mynd sem allir ættu að sjá og hafa gaman af!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei