Árið er 1942 og nasistar sækja hart að Rússum. Undir forustu Kruschevs (Bob Hoskins) veita borgarar Stalíngrad hetjulega mótspyrnu og þar fer aðalhetjan, Vassili Zaitsev (Jude Law) fremstur í flokki. Vassili er úrvalsleyniskytta og afrek hans hafa gert hann að goðsögn-þökk sé áróðri besta vinar hans, stjórnmálaleiðtogans Danilov (Joseph Fiennes). Til að stöðva Vassili, senda Þjóðverjar bestu leyniskyttu sína, Konig majór (Ed Harris) til Stalíngrad. Þegar Vassili og Danilov verða báðir ástfangnir af fallegum hermanni (Rachel Weisz), yfir gefur Danilov vin sinn og lætur Vassili hinum þýska andstæðingi sínum aleinn. Meðan borgin brennur hefja Vassili og Konig leik kattarins að múisinni og heyja einkastíð hugrekkis, heiðurs og föðurlands. Enemy at the Gates er mynd sem snerti mig mjög og fékk hún mig mikið til þess að hugsa hvernig það var að vera í rauða hernum og annar hvort falla fyrir kúlum Þýskra hermana eða fyrir kúlum Sovéskra hermana ef maður reyndi að flýja vígvöllinn. Jean-Jacques Annaud hefur unnið öndvegis starf og hefur honum með frábærum árángri tekist að sína af gríðarlegri nákvæmni tekist að færa ógn stríðsins inn í stofu til manns. Leikaranir eru frábærir og fara þar fremstir í flokki Jude Law, Joseph Fiennes og Ed Harris fremstir í flokki, en eiga þeir alli stórkostlegan leik. Einnig eiga þau Rachel Weisz og Bob Hoskins góðan dag. Handritið er sterkt og er vart veikan blett að finna. Kvikmyndatakan, klipingin, tónlistin, hljóðið, hljóðvinslan, förðinin, búninganir og tæknibrellunar eru lík með því besta. Enemy at the Gates er mynd sem hefði mátt hljóta þó nokkrar tilnefningar til óskarsin einns og t.d. fyrir leikstjórn, handrit og leik Jude Law og Ed Harris. Þetta er besta stríðsmynd sem ég hef séð síðan ég sá Saving Private Ryan og því skyldu áhorf fyrir unnendur góðra stríðsmynda og kvikmyndaáhugamana almennt. Svo nú bíð ég spenntur eftir að sjá The Thin Red Line á rúv um næstu helgi og sjá hvort hún getur slegið þessu meistaraverki við. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei