Náðu í appið
Thirteen Days

Thirteen Days (2000)

13 Days

"You'll Never Believe How Close We Came"

2 klst 25 mín2000

Á fyrstu dögum október 1962 þá ljósmyndar bandarísk njósnaflugvél uppsetningu sovéskra kjarnorkueldflaugapalla á Kúbu.

Rotten Tomatoes83%
Metacritic67
Deila:
Thirteen Days - Stikla
Öllum leyfð Öllum leyfð
Ástæða:BlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Á fyrstu dögum október 1962 þá ljósmyndar bandarísk njósnaflugvél uppsetningu sovéskra kjarnorkueldflaugapalla á Kúbu. Þó að það sé almenn samstaða um að ekki eigi að láta þetta óáreitt, þá er enginn einföld leið til að koma í veg fyrir þetta. Bandaríski herinn telur að eyðing eldflaugapallanna með innrás inn í landið sé hugsanlega eina leiðin. Kennedy Bandaríkjaforseti áttar sig á því að ef það yrði gert þá myndu Sovétmenn ráðast inn í Vestur Berlín og í framhaldi gæti brotist út allsherjar styrjöld. Hann ýtir á undirmenn sína, með hjálp bróður síns Bobby, að koma með aðra lausn. Varnarmálaráðherrann Robert McNamara stingur upp á flugbanni yfir Kúbu sem Bandaríkin koma á með stuðningi samtaka Ameríkuríkja. Í þessari krísu, sem stóð í 13 daga, þá reyna forsetinn og hans nánustu samstarfsmenn, að hafa taumhald á þeim sem vilja grípa til einhliða aðgerða, og reynir á bakvið tjöldin að ræða við Sovétmenn og koma á lausn við sameiginlegu vandamáli.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (6)

Þessi mynd fjallar um daga kalda stríðsins á hátt sem maður hefur ekki fengið að sjá áður. Mér fannst mjög áhugavert að sjá þessa mynd eftir að hafa sé The Fog Of War. Það kom mé...

Thirteen Days er gæðamynd sem sýnir okkur fram á hversu nálægt heimsstyrjöld við vorum í Kúbudeilunni.Myndin virkaði samt á mig eins og heimildamynd og það truflaði mig svolítið. Kevi...

Þeir sem einhvern áhuga hafa á sögu eða láta sig eitthvað varða heimsmálin ættu að vita um hvað þessi mynd er. Hún fjallar um Kúbudeiluna árið 1962 þegar skrifræðið í Sovétríkj...

Thirteen Days er pólitísk úrvalsmynd eins og þær gerast bestar, byggð á raunverulegum atburðum og fjallar um þrettán sögulega daga í októbermánuði 1962 er alheimurinn var á barmi kjarn...

Thirteen days fjallar á ýtarlegan hátt um það sem fór fram á bakvið tjöldin í deilu milli Bandaríkjanna og Sovétmanna. Um kjarnorðuskotpalla sem sovétmenn höfðu sett upp á Kúbu og ó...

Góð mynd um Kúbudeiluna og ríkisstjórn Bandaríkjanna. Kevin Costner er góður auk fleiri leikara. Myndin er vel skrifuð, leikin og leikstýrð en er frekar hæg á tímabili.

Framleiðendur

New Line CinemaUS
Beacon PicturesUS