Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Bank Job 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 18. júní 2008

The true story of a heist gone wrong... in all the right ways.

111 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
The Movies database einkunn 69
/100

Hér segir frá hópi af smákrimmum sem fengnir eru til að fremja eitt stærsta bankarán í sögu Bretlands, en höfuðpaurinn sem er á bakvið planið hefur annað í huga fyrir framhaldið.

Aðalleikarar

Pottþétt mynd!

Ég sá The Bank Job með væntingar í lágmarki, en kom útúr bíóinu virkilega sáttur.

Jason Statham hefur alltaf verið svalur en ekki beint afbragðs leikari. Hér skilar kallinn bæði töffaraskap og góðri frammistöðu.

Myndin sjálf er stanslaus á ferð og eiginlega allan tímann spennandi. Hún er reyndar ekki mjög frumleg, en hún heldur manni engu að síður vel föstum við skjáinn, og þá sérstaklega eftir hlé.

Gagnrýnendur hafa gengið svo langt með að segja að þetta sé besta glæpamynd sem komið hefur út í langan tíma.
Ég verð að vera sammála.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Bank Job er bresk krimmamynd með þeim ágæta leikara Jason Statham í aðalhlutverki. Óhefðbundið bankarán leiðir af sér ljómandi fjöruga atburðarrás með byssum, ofbeldi og ljósmyndum sem ekki mega leka í fjölmiðla. Handritið er fjölbreytt og flestar(ekki alveg allar) persónurnar eru viðkunnalegar þó ekki eftirminnilegar beint. Jason Statham er yfirleitt eins í myndum sem hann leikur í en á móti kemur að hann er alltaf skemmtilegur.Gæðin eru ekki mikil í The Bank Job, þetta er engin snilld en samt virkilega góð skemmtun frá A til Ö. Tvær og hálf stjarna eða 7/10 í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

09.09.2014

Brosnan fer með kunnuglegt hlutverk

Spennumyndin The November Man, með Pierce Brosnan í aðalhutverki verður frumsýnd föstudaginn 12. september. Myndin verður sýnd í Laugarásbíói, Smárabíói og Borgarbíói Akureyri. The November Man fjallar um fyrrum CIA le...

21.05.2012

Svalur skalli á rugluðum hraða

Mest hneykslandi uppgötvun mín þegar ég horfði á Safe, fyrir utan það hvað hún er suddalega góð, var sú að myndin er svo klikkaðslega hraðskreið að það liggur við að hún láti Transporter-myndirnar flæða eins ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn