Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Stórskemmtileg leikaramynd, hvar Connery er stórgóður í hlutverki gamals, þunglynds rithöfundar sem fyrir tilviljun vingast við svartan unglingspenna.
Ekki mikið meira um ræmuna að segja, nema þá helst að F. Murray Abraham stelur smáparti af senunni í hlutverki afar lítið heillandi bókmenntakennara.
Áhrifarík kvikmynd leikstjórans Gus Van Sant (Good Will Hunting) sem skartar góðu handriti og mögnuðum leik. Hér segir af blökkustráknum Jamal Wallace (Rob Brown) 16 ára gáfuðum pilt sem hefur mikinn áhuga á bókmenntum. Líf hans tekur miklum stakkaskiptum þegar hann vingast fyrir hálfgera slysni við hinn sérvitra William Forrester (Sir Sean Connery). Forrester þótti einn besti rithöfundur heims fyrir mörgum árum, verk hans voru margverðlaunuð og eru m. A. notuð sem kennsluefni í virtum háskólum. Hann ákvað hinsvegar að draga sig í hlé frá umheiminum og síðastliðin 30 ár hefur enginn vitað hvað af honum varð. Þeir Jamal gera samkomulag sín á milli þess efnis að Forrester kenni honum að ná valdi á skrifum sínum gegn því að hann segi engum frá því hvar Forrester heldur sig. Ekki líður hinsvegar á löngu áður en þeir eru orðnir perluvinir þrátt fyrir ólíkan uppruna og mikinn aldursmun, enda eiga þeir báðir það sameiginlegt að hafa báðir ósvikinn áhuga á hinu skrifaða orði. En samband þeirra og samstarf gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér þar sem prófessorinn Robert Crawford (F. Murray Abraham) efast um þátt Jamals í ritgerð sem hann skilaði inn. Í kjölfarið á Jamal á hættu að verða rekinn úr skólanum nema hann rjúfi samkomulag sitt við Forrester og ljóstri því upp hvar hann sé niðurkominn. Hvað gerir Jamal í stöðunni.... Áhrifarík og vel gerð kvikmynd sem skartar eins og fyrr sagði góðum leik og mögnuðu handriti. Óskarsverðlaunaleikarinn Sir Sean Connery (The Untouchables) fer á kostum í hlutverki rithöfundarins og á sannkallaðan stjörnuleik. Hann hefur ekki verið betri í lengri tíma, og hann á þessa mynd með húð og hári, að manni finnst. Senuþjófur myndarinnar er samt hiklaust ungstirnið Rob Brown sem fer á kostum í sínu fyrsta kvikmyndahlutverki (sannkölluð framtíðarstjarna). Einnig fara óskarsverðlaunaleikarnir Anna Paquin (The Piano) og F. Murray Abraham (Amadeus) vel með sínar rullur. Einnig má sjá leikarann Matt Damon bregða fyrir í smástund en hann fór eins og flestir eflaust vita á kostum í Good Will Hunting, bestu kvikmynd leikstjórans Gus Van Sant. Semsagt; hér er á ferðinni eftirminnileg og vel gerð kvikmynd sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Hún er stórfengleg að flestu leyti
Afar hlýleg og góð mynd sem sýnir góða vinnáttu og traust milli nema og læriföðurs. Sean Connery er góður sem ávallt og strákurinn er nokkuð góður. Myndin fjallar hreinlega útí gegn um samband rithöfunds, sem hefur verið í skugganum í langan tíma, og ungan mann, sem er efnilegur körfuknattleiksmaður og leynir á sér sem rithöfundur. Hve misjafnlega er litið á hlutina, traust, snilligáfu og hve mikið þessir einstaklingar hjálpa hvor öðrum.
Ég verð að byrja að segja að þessi mynd er of löng og allt of fyrirsjáanleg þó á hún góða spretti en ég verð að segja að myndinn gat ekki endað öðrivísi annars hefði maður orðið fúll og séð eftir tímanum sem maður sat yfir henni. Fínn leikur og ágætt handrit en lítið annað reinir of mikið að líkjast Good Will Hunting en nær aldrei sömu hæð. Þessi mynd er ágætis afþreing en ekkert annað, tvær stjörnur.
Ég mæli með þessari mynd fyrir þá sem kunna að meta góðar myndir með engum blóðsúthellingum og hasar heldur bara skemmtilegri sögu, góðum húmor og mjög góðum leik. Sniðug hugmynd sem er listavel útfærð og leikararnir standa sig með prýði. Ég hef alltaf verið aðdándi Connery, og hérna er hann í essinu sínu. Rob Brown fer lika mjög vel með sitt hlutverk og saman gera þeir myndina alveg meirihátar.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$43.000.000
Tekjur
$80.049.764
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
30. mars 2001
VHS:
8. ágúst 2001