Náðu í appið
Öllum leyfð

Ungfrúin góða og húsið 1999

(The Honour of the House)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 8. október 1999

98 MÍNÍslenska

Ungfrúin Rannveig er þrítug í upphafi verksins og þykir til vansa að hún skuli ekki enn hafa gengið út þrátt fyrir ýmsar tilraunir til tilhleypinga við efnilega unga menn að sunnan. Endirinn verður sá að senda hana á skóla í Kaupmannahöfn. Þar barnar hana sjarmerandi leikari (Björn Floberg) en við uppgötvum síðar að hann hafði áður átt vingott við... Lesa meira

Ungfrúin Rannveig er þrítug í upphafi verksins og þykir til vansa að hún skuli ekki enn hafa gengið út þrátt fyrir ýmsar tilraunir til tilhleypinga við efnilega unga menn að sunnan. Endirinn verður sá að senda hana á skóla í Kaupmannahöfn. Þar barnar hana sjarmerandi leikari (Björn Floberg) en við uppgötvum síðar að hann hafði áður átt vingott við systur hennar Þuríði meðan hún dvaldi ytra á árum áður. Til þess að réttlæta þungun Rannveigar er því logið að þorpsbúum að hún hafi verið trúlofuð dönskum mektarmanni en hann látist. Greiða þarf úr ýmsum flækjum og finna henni mannsefni. Eldri systirin Þuríður er ófeimin við að beita lygum og svikum og fjölskyldan rís ekki gegn ofríki hennar við að vernda "heiður" fjölskyldunnar. Meðan Rannveig er fjarverandi rænir Þuríður kornungum syni hennar, siglir með hann til Danmerkur og kemur honum fyrir á munaðarleysingjaheimili. Þar dvelur hún svo um hríð og lætur sig ekki muna um að taka upp náinn kunningsskap á ný við leikarann sem hafði barnað Rannveigu. ... minna

Aðalleikarar


Góð og vönduð kvikmynd þar sem dálítið af íróníu er beitt. Það er í raunini engin ein aðalpersóna. Sagan gerist í húsi hjá vel efnuðu fólki sem hefur það mjög gott í lífinu, svolítið finst mér verið að hæðast að hærra setta fólkinu í myndinni, það er kalt verið að gera grín að þeim, hegðun þeirra og persónum m.a. Guðný Halldórsdóttir er bæði handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar og sér hún um allt sem gerist, og gerir það vel. Myndin er byggð á smásögu föður hennar, nóbelskáldsins Halldór Kiljans Laxness. Guðný gerir myndina ekki beint eftir sögunni heldur hefur hún breytt ýmsu. Myndina túlka ég sem harmleik, þó svo að þessi harmræna persóna hafi ekki borið mikið á sér. Þannig held ég að Guðný hafi viljað hafa hana, og tókst henni bara nokkuð vel með það. En til þess þurfti hún að breyta ýmsu, tóni sögunnar og persónunum, persónusköpuninni. Og það tekst bara ótrúlega vel hjá henni. Rannveig er þessi undirgefna persóna, sem blæs ekki móti neinu heldur gerir allt sem henni er sagt að gera en systir hennar hún Þuríður er aftur á móti ákveðnari, hún lætur sko ekki vaða yfir sig. Maður sér greinilegan mun á skáldsögunni og kvikmyndinni, Guðný tókst að breyta sögunni á góðan hátt. Þegar maður horfir á myndina kemst túlkunin vel til skila, ætlunarverk handritshöfundar er að skila sér. Henni tókst að breyta skáldsögu föður síns í lifandi mynd sem heppnaðist mjög vel. Þessi pæling líka í enda sögunnar þar sem tákn velsæmis er fyrir Þuríði og tákn einlægni fyrir Rannveigu. Þessi tákn þýða að þær systur hafa náð sáttum, fyrirgefningu eða náð. Tákn milli góðs og ills.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stórfengleg og vönduð kvikmynd sem hlaut fimm Edduverðlaun 1999, þ.á.m sem besta kvikmynd ársins og fyrir leikstjórn og stórleik Tinnu Gunnlaugsdóttur. Er tvímælalaust í flokki allra bestu kvikmynda Íslensku þjóðarinnar á 20. öld. Hér er sögð saga af prestsfjölskyldu vestur á landi sem ræður lögum og lofum á staðnum og stjórnar í senn bæði andlegu og veraldlegu valdi þar. Dætur prestsins eru einkar ólíkar; Þuríður, eldri dóttirin stjórnar öllu sem fram fer á staðnum með hyggju og ráðsmennsku, ómerkilegu sem merkilegu en hin yngri er hlédræg og miklu mannlegri. Er foreldrunum finnst hún vera lítt kunnug um lífið og tilveruna senda þau hana til Danmerkur, þar sem hún dvelst á heimili ömmu frægs leikara sem hafði áður verið í tygjum við Þuríði. Hann er giftur maður, en fer þó að lokum á fjörurnar við yngri systurina og barnar hana. Upphefst þá mikið sjónarspil hjá aðstandendum hennar heima á Íslandi til að bjarga því sem bjarga verður, heiðri hússins og ekki síst heiðri fjölskyldunnar vestur á fjörðum. Og ekki liggur prestsdóttirin Þuríður á sínu þegar til gripið klækjabragðanna er gripið. Stórkostleg mynd sem er allt í senn stórbrotið meistaraverk, vel leikið, mynduglega leikstýrt og einkar vel tekið. Tónlistin eftir Hilmar Örn Hilmarsson er vönduð og falleg og verðskuldaði sín verðlaun og Ragna Fossberg sín verðlaun fyrir förðunina. Stjarna myndarinnar er þó óumdeilanlega leikkonan Tinna Gunnlaugsdóttir sem hlaut Edduverðlaunin fyrir stórleik sinn í hlutverki Þuríðar, prestsdótturinnar sem svífst einskis til að bjarga heiðri hússins og fjölskyldunnar, hún fer hreinlega á kostum og hefur sjaldan leikið betur í kvikmynd en hefur unnið margan leiksigurinn á fjölum Þjóðleikhússins, enda mikilhæf og einkar reynd leikkona. Guðný Halldórsdóttir stjórnar öllu bak við tjöldin og slær ekki feilnótu í bæði góðu og fallegu handriti byggðu á smásögu föður hennar, nóbelsskáldsins Halldórs Kiljans Laxness, og ekki síst sem leikstjóri þessa stórvirkis íslensku kvikmyndasögunnar. Af öðrum leikurum má nefna Ragnhildi Gísladóttur, Rúrik Haraldsson, Reine Brynjolfsson, Helga Björnsson og Egil Ólafsson sem fer á kostum í hlutverki Björns, hins trygga og trúa eiginmanns Þuríðar. Hjónin Tinna og Egill eiga góðan samleik saman. Ég gef kvikmyndinni fjórar stjörnur og mæli eindregið með henni við alla þá sem ekki hafa séð hana, hún er einstaklega vandað og stórbrotið meistaraverk að íslenskum hætti.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

14.04.2012

Laxness í lifandi myndum

Þann 23. apríl næstkomandi eru 110 ár liðin frá fæðingu Halldórs Laxness. Í tilefni afmælisins eru ýmsir atburðir á döfinni. Einn af þeim er kvikmyndahátíðin „Laxness í lifandi myndum“ sem haldin verður í Bíó Parad...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn