Náðu í appið
Storm
Bönnuð innan 12 ára

Storm 1999

(Storm Trackers)

Nothing shall stand. No one can escape. Nobody will survive.

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 33% Critics
The Movies database einkunn 7
/10

Þann 23. ágúst árið 1992 var búið til sérstakt háleynilegt tæki, undir stjórn Roberts hershöfðingja, til að stjórna veðrinu. Því var hleypt af stokkunum af sérstaklega útbúinni flugvél og prófað í fyrsta skipti. En menn misstu stjórn á tækinu og fljótlega hafði það myndað lífshættulegan fellibyl, sem varð að mestu náttúruhamförum síðan stóri... Lesa meira

Þann 23. ágúst árið 1992 var búið til sérstakt háleynilegt tæki, undir stjórn Roberts hershöfðingja, til að stjórna veðrinu. Því var hleypt af stokkunum af sérstaklega útbúinni flugvél og prófað í fyrsta skipti. En menn misstu stjórn á tækinu og fljótlega hafði það myndað lífshættulegan fellibyl, sem varð að mestu náttúruhamförum síðan stóri jarðskjálftinn skók San Fransisco, fellibylinn Andrew. Eftir þetta áfall, þá voru öll sönnunargögn varðandi tækið tekin og þeim komið fyrir kattarnef. Sjö árum síðar hefur Roberts hershöfðingi blásið lífi í verkefnið á nýjan leik. Hann ræður metnaðargjarnan veðurfræðing að nafni Ron Young, sem er búinn að þróa hugbúað sem getur stjórnað veðrakerfum. Tækið, sem kallast STORM, er nú samhæft við hugbúnaðinn, og nú á að prófa það 300 mílum undan ströndum Kaliforníu. Nokkrum andartökum eftir að búið er að kveikja á tækinu, þá er það búið að breyta stormi yfir í fullskapaðan fellibyl, og Roberts skipar svo um að honum verði beint að Mexíkó. Vandræði koma upp í flugvélinni, sem veldur því að í staðinn þá stefnir fellibylurinn beint á Los Angeles. Young, sem er í annarri flugvél, hefur nú aðeins þrjá klukkutíma til stefnu til að fljúga beint inn í miðju fellibylsins og ná stjórn á STORM tækinu. En það eru spellvirkjar um borð. Og nú hefst barátta 20.000 fetum yfir Kyrrahafinu á meðan Los Angeles bíður þess sem verða vill. ... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn