Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Elephant Man 1980

(Fílamaðurinn)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

I am not an animal! I am a human being! I...am...a man!

124 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
Rotten tomatoes einkunn 93% Audience
The Movies database einkunn 78
/100
Tilnefnd til átta Óskarsverðlauna, þar á meðal fékk John Hurt tilnefningu fyrir túlkun sína á John Merrick. Fékk þrenn BAFTA verðlaun, þar á meðal John Hurt.

Á Viktoríutímanum í London þá sér læknirinn Dr. Frederick Treves sirkussýningu sem maður að nafni Bytes stjórnar, en þar er eitt aðalsýningaratriðið vera sem kallast "The Elephant Man" eða Fílamaðurinn. Í raun og veru þá er þessi vera tuttugu og eins árs gamall maður að nafni John Merrick, sem er með alvarlega vansköpun, þar á meðal afmyndaða og... Lesa meira

Á Viktoríutímanum í London þá sér læknirinn Dr. Frederick Treves sirkussýningu sem maður að nafni Bytes stjórnar, en þar er eitt aðalsýningaratriðið vera sem kallast "The Elephant Man" eða Fílamaðurinn. Í raun og veru þá er þessi vera tuttugu og eins árs gamall maður að nafni John Merrick, sem er með alvarlega vansköpun, þar á meðal afmyndaða og risastóra höfuðkúpu og risastóra og afmyndaða hægri öxl. Hinn óheflaði Bytes hugsar einungis um að græða sem mest á því að sýna Merrick sem óskapnað. Treves tekst að fá Merrick í sínar hendur og flytja hann á sjúkrahús, sem gengur þó ekki vandræðalaust fyrir sig. Treves trúir Bytes í fyrstu, að hinn mállausi Merrick sé bara fáviti, en kemst svo að því að Merrick getur talað og er í raun vel lesinn og skýrmæltur maður. Þegar sögurnar af Merrick komast í hámæli og blöðin í Lundúnum segja sögu hans, þá verður hann frægur á meðal yfirstéttarinnar í London, þar á meðal fær fröken Kendal, sem er þekkt leikkona, mikinn áhuga á honum. Þrátt fyrir að fá nú mun mannúðlegri meðferð, þá vaknar sú spurning hvort að Treves sé í raun enn að notfæra sér Merrick. Og eftir því sem Merrick verður frægari þá reyna fleiri að græða á honum. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum.... minna

Aðalleikarar


Ógleymanleg kvikmynd sem allir verða að sjá. Boðskapur þessarar myndar á ekki síst erindi við þá sem hafa gleymt hvað yfirborðið skiptir litlu máli, og hvað við erum fljót að dæma eftir útlitinu. Umgjörð myndarinnar er sömuleiðis afskaplega vönduð og andrúmsloft Viktoríönsku Lundúna skilar sér vel. Ef eitthvað má finna að myndinni, þá eru á nokkrum stöðum drauma-myndskeið sem mér þykja einhverveginn úr takti, og sömuleiðis þykir mér leiksýningin í seinni hluta myndarinnar asnaleg. Það slær þó ekki skugga svo nokkru nemi á þetta meistaraverk. Hjartnæm, fögur og þroskandi saga.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Áhrifamikil og innilega áhrifarík og heillandi meistaraverk um stórmerka ævi John Merricks sem kallaður var Fílamaðurinn vegna hryllilegs vanskapnaðar síns. Þar sem fólk hélt að færi skrímsli var viðkvæm, falleg vera og sannkallaður heiðursmaður sem er meistaralega túlkaður af leikaranum John Hurt, honum tekst að lýsa honum á ógleymanlegan hátt í afar erfiðu og einkar krefjandi hlutverki. Sérlega vel leikin af hinum aðalleikurunum, einkum af óskarsverðlaunaleikurunum Anthony Hopkins, Sir John Gielgud, Dame Wendy Hiller og Anne Bancroft. Hún er afar vel tekin af kvikmyndatökumanninum Freddie Francis, en hann nær að færa áhorfandann í einu vetfangi inní heimsborgina London aldamótaáranna 1900 á afar glæsilegan og ógleymanlegan hátt. Einnig stendur uppúr fagmannleg leikstjórn David Lynch (hiklaust hans besta kvikmynd) og handrit myndarinnar er einnig hreint afbragð. Tilnefnd til sjö óskarsverðlauna t.a.m. fyrir leik Hurt og Hopkins, fyrir leikstjórnina og förðun. Hlaut hinsvegar óskarinn fyrir kvikmyndatöku Freddie Francis, fyrir handritið og búningahönnun. Semsagt sannkallað meistaraverk sem ég gef án nokkurs vafa fjórar stjörnur og mæli ég eindregið með henni. Þetta er úrvalsmynd sem enginn má fara á mis við!! Hún er við hæfi allra sannra kvikmyndaáhugamanna og þeirra sem eru hrifnir af hugljúfum og heillandi úrvalsmyndum
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

06.09.2021

Einstök aðlögun með fingraförum Lynch

Kvikmynd David Lynch “Dune” frá 1984 byggð á skáldsögu Frank Herberts frá 1965 er áhugavert innlegg í kvikmyndasöguna. Þegar bókin kemur út er hippatíminn að springa út og þemu bókarinnar sem eru umhver...

13.08.2016

R2- D2 úr Star Wars látinn

Kenny Baker, sem lék hið geðþekka vélmenni R2-D2 í Stjörnustríði er látinn, 81 árs að aldri. Baker hlaut heimsfrægð fyrir leik sinn í hlutverkinu, þó svo að hann hafi hvorki sagt neitt, né sýnt neitt heldur, þ...

16.06.2015

John Hurt með krabbamein

Hinn dáði breski leikari Sir John Hurt, hefur verið greindur með krabbamein í brisi, en segist vera bjartsýnn á að vinna bug á meininu og mun halda áfram störfum. Hurt, sem er 75 ára, á farsælan leikferil að baki,...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn