Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þræl speisuð mynd svo ekki sé meira sagt. Maður þarf að hafa bæði augun vel opin til að ná þessar alveg. Benning sýnir mjög góðan leik hér er virkilega sannfærandi. Downey Jr sá vandræðagemsi og tugthúslimur á einnig góðan dag og er sannfærandi sem vondi gæinn. Þessi mynd er ekki fyrir alla. Hún er töluvert óhugnaleg en ég mæli sterklega með henni, hún skilur töluvert eftir sig.
In Dreams er mynd sem kom mér mjög á óvart. Ég vissi að henni var ekki tekið vel af flestum gagnrýnendum, en Neil Jordan er mjög góður leikstjóri og Annette Bening er frábær leikkona svo að ég varð að reyna á hana. Ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum með útkomuna. Ég er fullkomlega sammála honum Hrannari hér fyrir ofan með það að ekki sé hægt að setja út á kjánalegan söguþráðinn vegna þess að maður veit aldrei hvort maður er að sjá draum eða ekki. Eftir að ég sá The Company of Wolves eftir Jordan hefur ég verið að vonast eftir annarri þess-háttar mynd eftir hann. Interview with the Vampire var svo sem ágæt, en mjög gölluð, In Dreams skapar sama drungalega og súrrealíska andrúmsloftið og Wolves gerði. Báðar myndirnar fjalla mjög mikið um drauma og í þeim veit maður aldrei hvoru megin meðvitundarinnar maður er. Darius Khondji stendur sig frábærlega sem tökustjóri því myndatakan er yndisleg og ættu þeir sem ekki nenna að fylgjast með sögunni að geta skemmt sér yfir myndinni, myndrænt séð. Leikararnir standa sig vonum framar; eins og áður sagði er Bening ein besta leikkonan í Hollywood og bregst hún ekki aðdáendum sínum en Robert Downey Jr. kemur skemmtilega á óvart með ágætum leik sínum. Ég mæli sterklega með In Dreams fyrir þá sem eru nógu weird til að fatta hana.
Neil Jordan, leikstjóri þessarar myndar, hefur áður gert gæðamyndir á borð við The Crying Game og Interview With The Vampire svo að ég ákvað að kíkja á þessa nýjustu mynd hans. Ég hefði betur sleppt því. Útlit myndarinnar er flott, leikararnir eru góðir en söguþráðurinn fer út í algert rugl um miðbik myndarinnar og eftir það er ekkert vit í því sem persónurnar gera og maður reynir árangurslaust að grípa eitthvert smá samhengi út úr atburðarásinni. Söguþráðurinn er eitthvað á þá leið að kona nokkur hefur dulræn tengsl við geðsjúkan morðingja. Ég efast um að ég eyðileggi mikið fyrir ykkur með því að segja að það kemur aldrei nein skýring á þessum tengslum því fellur handritið um sjálft sig. Leikhópurinn samanstendur af Annette Benning, Aidan Quinn og Robert Downey Jr. og þau tvö fyrrnefndu standa sig vel en frammistöðum þeirra er gjörsamlega sóað. Það samansafn hæfileika sem notað var við gerð myndarinnar hefði átt að tryggja að árangurinn yrði áhugaverður en það eru greinilega engin takmörk fyrir því hverju er hægt að klúðra.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$30.000.000
Tekjur
$12.017.369
Aldur USA:
R
VHS:
14. desember 1999