Greta
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ofbeldi
Í myndinni er ljótt orðbragð
DramaHrollvekjaRáðgáta

Greta 2019

Everyone Needs a Friend

99 MÍN

Frances er ung stúlka sem dag einn finnur handtösku sem einhver hefur gleymt í sæti lestar. Í töskunni er sem betur fer að finna nafnskírteini eigandans, Gretu Hideg, sem Frances ákveður í framhaldinu að finna og koma töskunni til. Hún gerir sér auðvitað enga grein fyrir að töskufundurinn er í raun lífshættuleg gildra sem hún er um það bil að fara að ganga... Lesa meira

Frances er ung stúlka sem dag einn finnur handtösku sem einhver hefur gleymt í sæti lestar. Í töskunni er sem betur fer að finna nafnskírteini eigandans, Gretu Hideg, sem Frances ákveður í framhaldinu að finna og koma töskunni til. Hún gerir sér auðvitað enga grein fyrir að töskufundurinn er í raun lífshættuleg gildra sem hún er um það bil að fara að ganga í. Eigandi töskunnar, hin miðaldra Greta, virðist í fyrstu vera hin viðkunnanlegasta og svo fer að á milli hennar og Frances myndast ákveðinn vinskapur sem leiðir til þess að Frances fer að venja komur sínar á heimili hennar. Kvöld eitt rekst hún hins vegar á vísbendingar sem hringja öllum viðvörunarbjöllum – en kannski er það of seint?... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn