Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Good Thief 2002

He doesn't want money. He wants what money can't buy.

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 77% Critics
The Movies database einkunn 68
/100

Myndin gerist á frönsku ríverunni. Bob Montagnet er fjárhættuspilari á efri árum, sem ætlar að leggja allt undir í spilavítisráni aldarinnar; tvískipt rán, eitt raunverulegt en hitt er plat, en hvort er hvað? Undir vökulu auga lögreglumannsins Roger, sem er jafn líklegur til að bjarga vini sínum og að handtaka hann, þá setur Montagnet saman teymi sem inniheldur... Lesa meira

Myndin gerist á frönsku ríverunni. Bob Montagnet er fjárhættuspilari á efri árum, sem ætlar að leggja allt undir í spilavítisráni aldarinnar; tvískipt rán, eitt raunverulegt en hitt er plat, en hvort er hvað? Undir vökulu auga lögreglumannsins Roger, sem er jafn líklegur til að bjarga vini sínum og að handtaka hann, þá setur Montagnet saman teymi sem inniheldur Paulo og Raoul, tæknisnillinginn Vladimer, fyrrum dópsala sem varð uppljóstrari, Said, Anne, unga konu sem Montagned bjargaði úr vændisþrældómi, og eineggja tvíburarnir Albert og Bertram. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þessi mynd fjallar um spila- og sprautufíkil leikinn af Nick Nolte. Hann kynnist ungri hóru og myndar með henni vinskap. Fljótlega kemur í ljós að Nolte er þjófur og hann fer að plana stórt rán. Myndin er mjög góð á köflum en líka leiðinleg á köflum. Það tekur Nolte og vini hans 70 mín. að plana ránið og mér var farið að leiðast. Nolte er frábær leikari, eini gallinn er að það eru stundum erfitt að heyra hvað hann segir með rámu viskíröddinni sinni. Ég veit ekki hvort ég á að mæla með þessari mynd en hún er vönduð í alla staði enda reyndur leikstjóri hér á ferð. Ekki fyrir alla samt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa mynd.

Ég hafði smá væntingar fyrir þessari mynd þar sem að Nick Nolte leikur í henni og mér hefur alltaf fundist hann vera góður leikari. En hann var ekki góður í þessari mynd, og í raun var enginn leikari góður í henni, flestir voru bara ömurlegir.

Td. var Nutsa Kukhianidze sem leikur Anne alveg skelfileg og ætti að gera eitthvað annað en að leika.

Skora á alla að forðast þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn