Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd fjallar um spila- og sprautufíkil leikinn af Nick Nolte. Hann kynnist ungri hóru og myndar með henni vinskap. Fljótlega kemur í ljós að Nolte er þjófur og hann fer að plana stórt rán. Myndin er mjög góð á köflum en líka leiðinleg á köflum. Það tekur Nolte og vini hans 70 mín. að plana ránið og mér var farið að leiðast. Nolte er frábær leikari, eini gallinn er að það eru stundum erfitt að heyra hvað hann segir með rámu viskíröddinni sinni. Ég veit ekki hvort ég á að mæla með þessari mynd en hún er vönduð í alla staði enda reyndur leikstjóri hér á ferð. Ekki fyrir alla samt.
Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa mynd.
Ég hafði smá væntingar fyrir þessari mynd þar sem að Nick Nolte leikur í henni og mér hefur alltaf fundist hann vera góður leikari. En hann var ekki góður í þessari mynd, og í raun var enginn leikari góður í henni, flestir voru bara ömurlegir.
Td. var Nutsa Kukhianidze sem leikur Anne alveg skelfileg og ætti að gera eitthvað annað en að leika.
Skora á alla að forðast þessa mynd.