Denial
2016
Sagan á bak við dóminn
110 MÍNEnska
82% Critics 63
/100 David Irving er einn þekktasti helfararafneitari heims, en hann heldur því m.a. fram að enginn hafi nokkurn tíma verið tekinn af lífi í gasklefum útrýmingarbúða nasista í síðari heimsstyrjöldinni og að helförin sé í raun alger uppspuni frá rótum. Þegar sagnfræðingurinn Deborah Lipstadt, sem jafnframt er sérfræðingur í sögu gyðinga, hélt því fram... Lesa meira
David Irving er einn þekktasti helfararafneitari heims, en hann heldur því m.a. fram að enginn hafi nokkurn tíma verið tekinn af lífi í gasklefum útrýmingarbúða nasista í síðari heimsstyrjöldinni og að helförin sé í raun alger uppspuni frá rótum. Þegar sagnfræðingurinn Deborah Lipstadt, sem jafnframt er sérfræðingur í sögu gyðinga, hélt því fram í bók sem hún skrifaði og á fyrirlestrum að David Irving væri lygari og falsari ákvað hann í september 1996 að stefna bæði henni og útgefanda hennar fyrir rógburð og meiðyrði. Þessi mynd er um þau stórmerkilegu réttarhöld.... minna