Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Primal Fear 1996

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Sooner or later a man who wears two faces forgets which one is real.

129 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 77% Critics
The Movies database einkunn 47
/100
Edward Norton tilnefndur til Óskarsverðlauna.

Spennutryllir sem gerist í dómssal, og fjallar um slyngan og flottan lögmann, sem tekur að sér mál sem virðist útilokað að vinna. Það snýst um ungan kórdreng sem er sakaður um að hafa myrt mikils metinn kaþólskan prest.

Aðalleikarar


Primal Fear er einstaklega góður sálfræðiþriller. Sagan: Hrottalegt morð er framið á biskupi einum. Lögfræðingur einn er fenginn til að höndla mál hins grunaða. Því lengra sem hann kafar í málið, sér hann að málið er flóknara en hann grunaði. Hvernig á þetta allt eftir að enda? Ég ætla ekki að segja meir, þið verðið bara að sjá þessa mynd til að vita svarið. Hún kom mér verulega á óvart. Sagan er einstaklega góð og vel skrifuð, spennan er í góðu lagi, Richard Gere og Laura Linney eru fín í hlutverkum lögfræðinganna sem eru að etja kappi við hvorn annan í málinu sem myndin er um. Svo er plottið í enda myndarinnar flott. En það sem gerir þessa mynd þess virði að sjá er einstök frammistaða leikara sem er kallaður Edward Norton. Hér sýnir hann hversu magnaður leikari hann er og kemur með ógleymanlega frammistöðu í hlutverki hins grunaða. Og hefði verið flott hefði hann unnið fyrir það hlutverk(sem hann missti fyrir hönd Cuba Gooding Jr.). Frábært lögfræðidrama eins og best gerist.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Primal Fear var bjargað af honum Edward Norton, ég hélt að hátoppur hans hingað til væru American History X og Fight Club sem er kannski satt en frammistaða hans sem Aron í Primal Fear er alveg fáranlega góð. Án Nortons væri Primal Fear langt frá því að vera eins góð og hún varð, Richard Gere gerir nú ekkert nema það að vera Richard Gere. Hann er ágætur en hann er alltaf sami kallinn í hvaða mynd sem hann leikur í. Laura Linney er nú góð, aðeins meira áberandi en Gere en Norton stelur öllu auðveldlega. Myndin fjallar um morð á kardínála í Chicago og Aron er aðalsökudólgurinn en persóna Gere´s (svo óathyglisverð að ég hef þegar gleymt nafninu) heldur að hann er saklaus svo hann fer djúpt í málið til þess að sanna sakleysi hans. Ég má nú ekki segja meira án þess að eyðileggja fyrir þeim sem ekki hafa séð myndina en hún er þess virði til þess að sjá Edward Norton í sínu fyrsta hlutverki og með því eitt það sterkasta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér finnst primal fear ekki vera góð mynd,ég fer nú ekki nánar út í gallana en mér einfaldlega líkaði ekki við hana.

Engir kostir

Frægur lögfræðingur leikinn af Richard Gere tekar að sér mál kórdrengs(Edward Norton) sem er sakaður um að hafa myrt biskup og lögfræðingurinn kemst að mörgum miður skemmtilegum leyndarmálum.

Þegar Richard Gere er að horfa á myndbandsupptöku þar sem biskupinn er að þvinga

kórdrenginn að stunda viðbjóðslegt kynlíf með tveimur vinum sínum fyrir framan biskupinn sem er að taka þennan viðbjóð upp.

Þetta mynnir nokkuð á atburð sem var í fréttunum fyrir 3 til 4 árum,þá hafði biskup nokkur nauðgað mjög ungum strákum sem voru í kyrkunni.ÓGEÐSLEGT

Helsti kostur myndarinnar er leikur Frances McDormand og Edward Norton.

maður má sleppa að sjá primal fear.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi fantagóði spennu- og sálfræðitryllir skartar leikaranum Richard Gere í aðalhlutverkinu og það er óhætt að segja að hann hefur aldrei verið betri. Enn fremur eru allir gagnrýnendur á því að Edward Norton, sem hér er að stíga sín fyrstu skref í öðru aðalhlutverki myndarinnar, vinni stórkostlegan leiksigur með túlkun sinni á hinum umkomulausa meinta morðingja. Sögusviðið er Chicago-borg og dómsalir hennar. Lögfræðingurinn og refurinn Martin Veil "Gere" hefur komið sér vel áfram og þykir með snjöllustu verjendum borgarinnar. En Veil er ekki einungis snjall í sínu starfi, hann er einnig snillingur í að baða sig í ljósi fjölmiðlanna og vekja á sér athygli. Í raun er hann svo sólgin í að auglýsa sjálfan sig að kjarni allra sakamála, sekt eða sakleysi hins ákærða, skiptir hann minnstu máli. Aðalatriðið í hans augum er að koma nafni sínu á forsíður blaðanna og andliti sínu á skjáinn. Þá er fullnaðarsigur í höfn að hans mati. Dag einn er ungur altarisdrengur handtekinn á flótta eftir hrottalegt morð á biskupi borgarinnar. Málið vekur gífurlega athygli og Veil sér þarna frábært tækifæri til að komast í sviðsljósið. Hann sækist því eftir því að gerast verjandi hins meinta morðingja og tekst það. En ekki líður á löngu uns á Veil fara að renna tvær grímur. Hinn ákærði neitar því að vera viðriðinn morðið, en getur samt ekki útskýrt það hvers vegna hann var á flótta, útataður í blóði biskupsins. Eitthvað í fari þessa umkomulausa unglings segir Veil að hér séu einhverjir maðkar í mysunni sem ekki þola dagsljósið. Hann hefur að rannsaka málið út frá þessum grunsemdum sínum og kemst fljótt að því að hann hefur rétt fyrir sér. Hér býr svo sannarlega meira að baki en sýnist í fyrstu! Hörkugóð og einstaklega vel gerð toppmynd með svo sannarlega góðri og afar óvæntri og frábærri fléttu. Einnig fara hér á kostum óskarsverðlaunaleikkonan Frances McDormand, Laura Linney, John Mahoney "Frasier" og Alfre Woodard. Góð mynd sem ég mæli eindregið með og gef ég henni þrjár og hálfa stjörnu. Hún er stórfengleg á allan hátt!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Af hverju þessi mynd er á toppnum á "Topplista kvikmyndir.is" (11.12.2000) er eitthvað sem ég get ómögulega skilið en þó verður það að segjast að Primal Fear er ansi skemmtileg spennu-mystería sem kemur á óvart. Það sem gerir þessa mynd frábrugðna öðrum lögfræði-spennumyndum eru góðir leikarar, góð leikstjórn og alveg frábær endir. Handritið er ekki alltaf jafngott og fólkið sem túlkar það en er aldrei það lélegt að það dragi myndina verulega mikið niður. Einnig er þessi mynd áhugaverð fyrir þær sakir að hafa kynnt okkur fyrir Edward Norton sem er alveg magnaður í hlutverki kórdrengs sem er sakaður um morð. Richard Gere á hérna smá comeback og Laura Linney sannar það hversu góð leikkona hún er. Góð, en gölluð, spennumynd sem auðvelt er að mæla með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn