MTV náði nýlega í leikstjórann Adam McKay, sem hefur gefið frá sér myndir á borð við Anchorman og The Other Guys, og sagðist hann vera viku frá því að klára fyrsta uppkast af handritinu The Boys. Handritið er byggt á vinsælli, kolsvartri myndasögu og fjallar um heldur óstýrlátan hóp innan leyniþjónustunnar sem fær það verkefni að hafa stjórn á ofurhetjum heimsins. Þeir eru óhræddir við að beita brögðum á borð við mannráni, líkamsárásum, kúgun og jafnvel morði.
„Ég elska þá hugmynd að láta Russell Crowe fara með hlutverk Billy Butcher, leiðtoga The Boys.“ sagði McKay, og bætti því við að Simon Pegg þyrfti bara að sýna hlutverki Skotans Hughie áhuga, þá fengi hann það, en persónan er byggð á leikaranum.
McKay segist hafa fundað með stórleikaranum Crowe og hafi báðir aðilar sýnt verkefninu mikinn áhuga. Þó er langt í höfn, en eins og McKay segir sjálfur er um að ræða virkilega grófa mynd sem „sparkar í klofið á ofurhetjum og treður andlitinu á þeim í drulluna“. Þar að auki muni myndin kosta rúmlega 100 milljón Bandaríkjadala í framleiðslu og muni því reynast erfitt að finna kvikmyndaver sem tilbúið sé að borga reikninginn.
– Bjarki Dagur