Mortal Kombat 3 hugsanlega í tökur í September

Chris Casamassa segir að tökur á Mortal Kombat 3 hefjist í september. Ef þið eruð að velta fyrir ykkur hver Casamassa er þá er það gaurinn sem lék Scorpion í báðum Mortal Kombat myndunum. Þetta er ekki „official statement“ frá útgáfufyrirtækinu heldur kemur þetta frá staðar fréttablaði heimabæjar Chris.

Nýlega voru fréttir ytra að fjalla um það að Warner Brothers væru búnir að eignast kvikmynda réttinn að Mortal Kombat og því væri mynd númer 3 líklega í pípunum. Enn er ekki vitað samt hvort Warner Brothers ætli að „Batman Begins’a“ Mortal Kombat og endurræsa þar með seríuna, eða hvort þeir hugsi sér að gera beint framhald að síðustu mynd.

Ef þetta er satt þá hljótum við að fá frekari fréttir af þessu á næstunni. Ég fylgist amk spenntur með.