Mogginn birtir bull frétt The Sun

Ef þið hafið einhverntíma haft efasamdir um fréttaflutningin hér miðað við Morgunblaðið þá getið þið litið á frétt okkar frá því í gær og moggans í morgun. Í gær sagði ég frá því að The Sun hefði verið að ljúga því að Megan Fox yrði Kattakonan í næstu Batman mynd, og að fjölmiðlar vestanhafs hafa verið hreinlega að gera grín að þessu.

Í morgun birti hins vegar Morgunblaðið þessa frétt eins og hún væri sönn, þrátt fyrir að engin af helstu kvikmyndavefsíðum heims væri á sömu skoðun, ekki einu sinni IMDB.com. Þetta finnst mér sýna slappleika í fréttafluttningi moggans og blaðamannsins sem skrifaði fréttina. Þeir sem hafa auglýst sig sem traustasta blað landsins!

Sjá frétt okkar hér

Sjá Frétt Moggans hér

Ég þakka Mogganum bara fyrir þetta tækifæri til að birta fleiri flottar myndir af Megan Fox